Fótbolti

Rooney hrósar Guðlaugi Victori í hástert

Hjörvar Ólafsson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson á æfingu með DC United. 
Guðlaugur Victor Pálsson á æfingu með DC United.  Mynd/DC United

Wayne Rooney, þjálfari MLS-liðsins í fótbolta karla, DC United segir að Guðlaugur Victor Pálsson muni koma með leiðtogahæfileika sem liðið vanti inn á völlinn þegar hann þreytir frumraun sína. 

Guðlaugur Victor gekk til liðs við DC United frá þýska félaginu Schalke 04 í lok júlí en miðvallarleikmaðurinn hefur ekki enn spilað með nýja liðinu sínu. 

„Guðlaugur Victor hefur verið mjög spenntur að byrja og spila með okkur síðan hann skrifaði undir samning við félagið. Ég hef verið hæstánægður með Guðlaug Victor á æfingum undanfarið og hann verður í leikmannahópi liðsins í komandi verkefni.

Við höfum fengið til liðs við okkur nátturlegan leiðtoga og hann mun færa liðinu leiðtogahæfileika sem liðið sárlega vantar," sagði Rooney um lærisvein sinn. 

DC United etur kappi við New England í MLS-deildinni á miðnætti í kvöld. Fyrir þann leik vermir DC United botnsæti í Austurdeild MLS-deildarinnar með 22 stig eftir 23 leiki. 

Rooney hefur halað inn fjögur stig í fjórum leikum sínum við stjórnvölinn í deildinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×