Fótbolti

Jón Daði kom inná í jafntefli

Hjörvar Ólafsson skrifar
Jón Daði Böðvarsson náði ekki að skora sigurmark í leiknum í dag. 
Jón Daði Böðvarsson náði ekki að skora sigurmark í leiknum í dag.  Vísir/Getty

Jón Daði Böðvarsson spilaði um það bil hálftíma þegar lið hans, Bolton Wanderers, gerði markalaust jafntefli við Port Vale í ensku C-deildinni í fótbolta karla í dag. 

Jón Daði kom inná sem varamaður á 66. mínútu leiksins en hann náði ekki að breyta gangi leiksins og tryggja sínu liði sigur í leiknum. 

Íslenski landsliðsmaðurinn hefur komið inná sem varmaður í öllum þremur deildarleikjum Bolton Wanderers á nýhafinni leiktið en hann á eftir að opna markareikning með liðinu á tímabilinu. 

Bolton Wanderers fer vel af stað í deildinni en liðið hefur fimm stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.