Sveinn svarar Arnari: „Alrangt að ég hafi á nokkurn hátt verið að strá salti í sár“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. ágúst 2022 15:54 Sveinn Arnarsson Arnar Grétarsson Úr einkasafni/Vísir/Diego Sveinn Arnarsson, fjórði dómari í leik KA og KR í Bestu deild karla á dögunum, hefur svarað ummælum Arnars Grétarssonar, sem sá síðarnefndi lét falla í Þungavigtinni í dag. Arnar fékk að líta rautt spjald undir lok leiks liðanna þar sem hann lét ófögur orð falla um Svein. Arnar gekkst við því að hafa farið yfir strikið og hagað sér „gríðarlega illa“ í viðtali í Þungavigtinni í dag. Fyrr í þessari viku var svo greint frá því að Arnar hefði verið úrskurðaður í fimm leikja bann af aganefnd KSÍ. Þá fékk KA hundrað þúsund króna sekt vegna framkomu Arnars. Sveinn segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóra KA, hafa beðið sig afsökunar á því sem átti sér stað eftir leik liðanna. Sævar hafi svo beðið Svein um að hitta sig en þá rákust þeir Sveinn og Arnar á hvorn annan, daginn eftir leik, þar sem Arnar vísaði honum á dyr í KA-heimilinu, líkt og Arnar rak í viðtali dagsins. Sveinn var þá að fara með tíu ára dreng sinn á æfingu hjá KA og nýtti þá tækifærið til að sjá hvort Sævar væri við á skrifstofu KA, til að verða við beiðni hans um fund. „Ég náði mér því næst í kaffibolla og þar næst gáði ég hvort framkvæmdastjórinn væri við. Á þeim tíma kom þjálfari KA að mér. Þau orð sem þar voru látin falla í minn garð voru alls ekki neitt kurteisishjal. Hegðun sem þessi, bæði á knattspyrnuvelli og sér í lagi daginn eftir leik, er ekki íslenskri knattspyrnu til framdráttar.“ segir Sveinn í stöðuuppfærslu á Facebook. Arnar sagði í dag að hann hafi litið svo á að Sveinn hefði mætt í KA-heimilið í þeim tilgangi að strá salti í sár hans. „Heilt yfir leggja dómarar það ekki í vana sinn, og ég tala nú ekki um eftir svona atvik, fara beint upp og að nudda salti í sárin. Eina sem ég gerði var að vísa honum út og spurði hann hvort hann hefði ekki átt að halda sig fjarri og gefa manni allavega dag til að jafna sig á hlutunum.“ sagði Arnar í Þungavigtinni. Þetta tekur Sveinn fyrir, með vísan í það sem segir að ofan, hann hafi verið þarna að ósk Sævars framkvæmdastjóra og hafi því ekki haft í hyggju að rekast á Arnar. „Það er því alrangt að ég hafi á nokkurn hátt verið að strá salti í sár nokkurs manns. Ég einfaldlega tók við afsökunarbeiðni og mælti mér mót við frkv.stjóra áður en ég ætlaði að horfa á barn mitt æfa knattspyrnu. Menn verða að taka ábyrgð á eigin hegðum með öðrum hætti en að gera það eitthvað tortryggilegt að ég sé í KA-heimilinu daginn eftir leik, þegar ég kom þangað annars vegar með son minn á æfingu og hins vegar til að hitta á frkv. stjóra félagsins, sem getur staðfest það.“ segir Sveinn sem veltir jafnframt vöngum yfir því að umræða um íslenskan fótbolta hverfist um 38 ára fjölskylduföður norðan heiða. Stöðuuppfærslu Sveins af Facebook má sjá í heild sinni að ofan. Besta deild karla KA Akureyri Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Arnar fékk að líta rautt spjald undir lok leiks liðanna þar sem hann lét ófögur orð falla um Svein. Arnar gekkst við því að hafa farið yfir strikið og hagað sér „gríðarlega illa“ í viðtali í Þungavigtinni í dag. Fyrr í þessari viku var svo greint frá því að Arnar hefði verið úrskurðaður í fimm leikja bann af aganefnd KSÍ. Þá fékk KA hundrað þúsund króna sekt vegna framkomu Arnars. Sveinn segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóra KA, hafa beðið sig afsökunar á því sem átti sér stað eftir leik liðanna. Sævar hafi svo beðið Svein um að hitta sig en þá rákust þeir Sveinn og Arnar á hvorn annan, daginn eftir leik, þar sem Arnar vísaði honum á dyr í KA-heimilinu, líkt og Arnar rak í viðtali dagsins. Sveinn var þá að fara með tíu ára dreng sinn á æfingu hjá KA og nýtti þá tækifærið til að sjá hvort Sævar væri við á skrifstofu KA, til að verða við beiðni hans um fund. „Ég náði mér því næst í kaffibolla og þar næst gáði ég hvort framkvæmdastjórinn væri við. Á þeim tíma kom þjálfari KA að mér. Þau orð sem þar voru látin falla í minn garð voru alls ekki neitt kurteisishjal. Hegðun sem þessi, bæði á knattspyrnuvelli og sér í lagi daginn eftir leik, er ekki íslenskri knattspyrnu til framdráttar.“ segir Sveinn í stöðuuppfærslu á Facebook. Arnar sagði í dag að hann hafi litið svo á að Sveinn hefði mætt í KA-heimilið í þeim tilgangi að strá salti í sár hans. „Heilt yfir leggja dómarar það ekki í vana sinn, og ég tala nú ekki um eftir svona atvik, fara beint upp og að nudda salti í sárin. Eina sem ég gerði var að vísa honum út og spurði hann hvort hann hefði ekki átt að halda sig fjarri og gefa manni allavega dag til að jafna sig á hlutunum.“ sagði Arnar í Þungavigtinni. Þetta tekur Sveinn fyrir, með vísan í það sem segir að ofan, hann hafi verið þarna að ósk Sævars framkvæmdastjóra og hafi því ekki haft í hyggju að rekast á Arnar. „Það er því alrangt að ég hafi á nokkurn hátt verið að strá salti í sár nokkurs manns. Ég einfaldlega tók við afsökunarbeiðni og mælti mér mót við frkv.stjóra áður en ég ætlaði að horfa á barn mitt æfa knattspyrnu. Menn verða að taka ábyrgð á eigin hegðum með öðrum hætti en að gera það eitthvað tortryggilegt að ég sé í KA-heimilinu daginn eftir leik, þegar ég kom þangað annars vegar með son minn á æfingu og hins vegar til að hitta á frkv. stjóra félagsins, sem getur staðfest það.“ segir Sveinn sem veltir jafnframt vöngum yfir því að umræða um íslenskan fótbolta hverfist um 38 ára fjölskylduföður norðan heiða. Stöðuuppfærslu Sveins af Facebook má sjá í heild sinni að ofan.
Besta deild karla KA Akureyri Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira