Innlent

Setja upp vefmyndavél til að fylgjast með skarðinu

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Hraunið í Meradölum hefur hækkað um rúmlega átta metra frá upphafi goss.
Hraunið í Meradölum hefur hækkað um rúmlega átta metra frá upphafi goss. Vísir/Vilhelm

Til stendur að setja upp vefmyndavél í Eystri-Meradölum til þess að vakta það skarð sem líklegast er talið að hraun flæði upp úr dalnum og í átt til Suðurstrandarvegs.

Talið er að kvikan muni finna sér leið upp áður en um langt líður. Hingað til hafa náttúruvásérfræðingar á næturvarkt Veðurstofunnar ekki getað veitt upplýsingar um þróun hraunflæðis austast í dalnum. Nú stendur til að bæta úr því með vefmyndavél sem mun snúa að skarði í austanverðum Meradölum. 

Að öðru leyti hefur engin breyting orðið á gosinu í Meradölum. 

Fínasta veður verður á gosstöðvunum í dag og í raun með besta mósti miðað við síðustu daga. Gott skyggni verður og stöku skúrir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×