Enski boltinn

Chelsea vill fá bæði De Jong og Auba­mey­ang frá Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frenkie de Jong og Pierre-Emerick Aubameyang fagna marki í Evrópudeildinni með Barcelona.
Frenkie de Jong og Pierre-Emerick Aubameyang fagna marki í Evrópudeildinni með Barcelona. Getty/Andrea Staccioli

Chelsea menn eru ekkert hættir að safna liði og Lundúnafélagið gæti bætt við stórum nöfnum áður en leikmannaglugginn lokar í lok mánaðarins.

Sky Sports segir frá því að Chelsea sé þannig tilbúið að kaupa bæði Frenkie De Jong og Pierre Emerick Aubameyang frá Barcelona ef spænska félagið leyfir þeim báðum að fara.

Barcelona vill halda De Jong en aðeins ef hann er tilbúinn að taka á sig verulega launalækkun og sætta sig við sex milljón punda sáttargreiðslu vegna launa sem félagið skuldar honum.

Chelsea er tilbúið að jafna boð Manchester United upp á 72 milljónir punda og ólíkt United þá getur Chelsea boðið De Jong að spila í Meistaradeildinni í vetur.

De Jong vildi ekki fara til Manchester en kannski hljómar London betur. Það er erfitt að sjá hann vera hjá Barcelona í þeim fjárhagsvandræðum sem félagið er.

Peningavandræðin kalla líka á frekari sölu á leikmönnum og leiða til að losna undar þungum launagreiðslum stjarna sinna.

Pierre Emerick Aubameyang gæti því verið í boði og Chelsea er sagt áhugasamt.

Aubameyang yfirgaf Arsenal í janúar á frjálsri sölu en hann á þrjú ár eftir af samningi sínum við Barcelona.

Aubameyang gæti verið falur eftir að Barcelona keypti Robert Lewandowski frá Bayern München.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.