Bestu mörkin: Allt í lagi að setja kröfu á dómarana Atli Arason skrifar 10. ágúst 2022 23:30 Mikll umræða skapaðist um skort á spjöldum í Bestu mörkunum. Stöð 2 Sport Mikill umræða skapaðist um dómgæslu, eða öllu heldur skort á dómgæslu, eftir 3-0 sigur Þróttar á Selfossi í Bestu-deild kvenna í gær. Í viðtali eftir leik kallaði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir því að leikmenn fái meiri vernd frá dómurunum. „Ég vona að dómararnir fari að vernda leikmenn betur í framhaldinu því leikmenn hafa verið að meiðast því verndin á leikmönnum hefur verið hræðileg og hún var aftur hræðileg í kvöld. Það hefur verið allt of lítið spjaldað í allt sumar, dómarar eru einfaldlega ekki að passa upp á leikmenn,“ sagði Chamberlain. Harpa Þorsteinsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir ræddu þetta svo enn frekar í uppgjörsþættinum Bestu mörkin og kölluðu þær eftir því að dómarar veifuðu spjöldum sínum oftar. Umræðuna úr Bestu mörkunum má sjá í spilaranum hér neðst í fréttinni. „Það er ótrúlegt hvað það er búið að gefa lítið af gulum spjöldum og lítið af rauðum spjöldum í efstu deild kvenna,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, áður en hún bætti við. „Mér finnst við þurfa að tala um þetta. Mér finnst dómarar vera alltof ragir að veita leikmönnum í kvennabolta gul spjöld.“ Bæði Helena Ólafsdóttir og Margrét Lára tóku undir orð Hörpu. Margrét telur að þjálfarar séu almennt hræddir að ræða þessi mál af ótta við að vera refsað fyrir að gagnrýna dómarana. „Alveg eins og leikmennirnir eru að verða betri og hraðinn er að verða meiri þá er allt í lagi að setja kröfu á dómarana. Þeir þurfa líka að vera tilbúnir að taka gagnrýni og bæta sinn leik.“ „Við erum þakklátar fyrir þessa dómara okkar því án þeirra væri enginn leikur en auðvitað þarf líka að efla þá og þeir þurfa að læra af sínum mistökum. Ég er sammála þessu, það má stundum veifa spjöldunum í kvennafótboltanum því þetta hefur áhrif á leikinn og hvernig hann er spilaður,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Klippa: Bestu mörkin: Allt í lagi að setja kröfu á dómarana Besta deild kvenna Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Tengdar fréttir Ef þetta væri karlaleikur þá hefði spjald komið upp snemma í fyrri hálfleik Sif Atladóttir var að vonum svekkt eftir 3-0 tap á móti Þrótti. Hún telur að í fyrstu tveimur mörkum leiksins hafi gripið um sig einbeitingaleysi. 9. ágúst 2022 23:21 Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - Selfoss 3-0 | Markaþurrð Selfyssinga heldur áfram Þróttur vann 3-0 sigur á Selfossi í skrítnum leik á Avis vellinum í Laugardal. Strax á 4.mínútu leiksins skoraði Danielle Julia Marcano og bætti við öðru á 38.mínútu. Það var svo Álfhildur Rósa Kjartansdóttir sem rak smiðshöggið á 80.mínútu fyrir Þróttara og þar við sat. 10. ágúst 2022 00:21 Mest lesið Leik lokið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Sjá meira
Í viðtali eftir leik kallaði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir því að leikmenn fái meiri vernd frá dómurunum. „Ég vona að dómararnir fari að vernda leikmenn betur í framhaldinu því leikmenn hafa verið að meiðast því verndin á leikmönnum hefur verið hræðileg og hún var aftur hræðileg í kvöld. Það hefur verið allt of lítið spjaldað í allt sumar, dómarar eru einfaldlega ekki að passa upp á leikmenn,“ sagði Chamberlain. Harpa Þorsteinsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir ræddu þetta svo enn frekar í uppgjörsþættinum Bestu mörkin og kölluðu þær eftir því að dómarar veifuðu spjöldum sínum oftar. Umræðuna úr Bestu mörkunum má sjá í spilaranum hér neðst í fréttinni. „Það er ótrúlegt hvað það er búið að gefa lítið af gulum spjöldum og lítið af rauðum spjöldum í efstu deild kvenna,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, áður en hún bætti við. „Mér finnst við þurfa að tala um þetta. Mér finnst dómarar vera alltof ragir að veita leikmönnum í kvennabolta gul spjöld.“ Bæði Helena Ólafsdóttir og Margrét Lára tóku undir orð Hörpu. Margrét telur að þjálfarar séu almennt hræddir að ræða þessi mál af ótta við að vera refsað fyrir að gagnrýna dómarana. „Alveg eins og leikmennirnir eru að verða betri og hraðinn er að verða meiri þá er allt í lagi að setja kröfu á dómarana. Þeir þurfa líka að vera tilbúnir að taka gagnrýni og bæta sinn leik.“ „Við erum þakklátar fyrir þessa dómara okkar því án þeirra væri enginn leikur en auðvitað þarf líka að efla þá og þeir þurfa að læra af sínum mistökum. Ég er sammála þessu, það má stundum veifa spjöldunum í kvennafótboltanum því þetta hefur áhrif á leikinn og hvernig hann er spilaður,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Klippa: Bestu mörkin: Allt í lagi að setja kröfu á dómarana
Besta deild kvenna Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Tengdar fréttir Ef þetta væri karlaleikur þá hefði spjald komið upp snemma í fyrri hálfleik Sif Atladóttir var að vonum svekkt eftir 3-0 tap á móti Þrótti. Hún telur að í fyrstu tveimur mörkum leiksins hafi gripið um sig einbeitingaleysi. 9. ágúst 2022 23:21 Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - Selfoss 3-0 | Markaþurrð Selfyssinga heldur áfram Þróttur vann 3-0 sigur á Selfossi í skrítnum leik á Avis vellinum í Laugardal. Strax á 4.mínútu leiksins skoraði Danielle Julia Marcano og bætti við öðru á 38.mínútu. Það var svo Álfhildur Rósa Kjartansdóttir sem rak smiðshöggið á 80.mínútu fyrir Þróttara og þar við sat. 10. ágúst 2022 00:21 Mest lesið Leik lokið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Sjá meira
Ef þetta væri karlaleikur þá hefði spjald komið upp snemma í fyrri hálfleik Sif Atladóttir var að vonum svekkt eftir 3-0 tap á móti Þrótti. Hún telur að í fyrstu tveimur mörkum leiksins hafi gripið um sig einbeitingaleysi. 9. ágúst 2022 23:21
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - Selfoss 3-0 | Markaþurrð Selfyssinga heldur áfram Þróttur vann 3-0 sigur á Selfossi í skrítnum leik á Avis vellinum í Laugardal. Strax á 4.mínútu leiksins skoraði Danielle Julia Marcano og bætti við öðru á 38.mínútu. Það var svo Álfhildur Rósa Kjartansdóttir sem rak smiðshöggið á 80.mínútu fyrir Þróttara og þar við sat. 10. ágúst 2022 00:21