Innlent

Gos­mynda­vél Vísis komin í loftið

Árni Sæberg skrifar
Eldgosið í Meradölum hófst fyrir viku síðan.
Eldgosið í Meradölum hófst fyrir viku síðan. Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Vísir sýnir nú beint frá eldgosinu í Meradölum. Hægt er að fylgjast með gangi gossins á Vísi sem og á Stöð 2 Vísi í sjónvarpi.

Líkt og alþjóð veit hófst gos í Meradölum á Reykjanesskaga fyrir sléttri viku síðan. Mikið hefur verið fjallað um gosið hér á Vísi en héðan í frá verður ekki bara hægt að lesa um það heldur líka dást að því í beinni hér á Vísi.

Vefmyndavél Vísis er á Langhóli, þar sem fólk safnast saman við enda gönguleiðar A að gosinu, svo útsýni frá henni er eins og best verður á kosið. Undir útsendingunni hljóma fagrir tónar Bylgjunnar.

Stefnt er að því að sýna frá Meradölum svo lengi sem hraun heldur áfram að malla upp úr jörðinni þar, allavega á meðan skyggni leyfir.

Beina útsendingu frá gosinu má sjá í spilaranum hér að neðan og á Stöð 2 Vísi, sem er á rás 5 í sjónvarpi Vodafone og rás 8 í sjónvarpi Símans.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.