„KA mun áfrýja þessu máli og það mun bara fara í sinn farveg“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. ágúst 2022 13:30 Sævar Pétursson á góðri stundu. Vísir/Tryggvi KA mun áfrýja fimm leikja banninu sem aganefnd KSÍ dæmdi Arnar Grétarsson, þjálfara liðsins, í. Þetta staðfesti Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í viðtali við Fótbolti.net. Mál Arnars hefur verið í deiglunni en eftir að vera rekinn af velli gegn KR – í annað sinn í sumar – mun hann hafa hellt sér yfir fjórða dómara leiksins. Degi síðar munu leiðir þeirra hafa legið aftur saman og á Arnar þá einnig að hafa hellt úr skálum reiði sinnar. Ekkert hefur náðst í Arnar í dag og þá vildi Sveinn Arnarsson, dómarinn sem um er ræðir, ekki tjá sig er Vísir náði í hann. Fótbolti.net náði hins vegar tali af Sævari sem fór yfir stöðu mála. Hann segir að KA muni áfrýja banninu en Arnar hefur nú þegar afplánað einn leik. „Á meðan málið er í þeim farvegi viljum við lítið tjá okkur um málið annað en það að við erum ósátt og munum áfrýja þessu. Það borgar sig að segja sem minnst á meðan. Við tókum okkur morguninn í að lesa dóminn og ætlum að áfrýja honum,“ sagði Sævar í viðtali sínu við Fótbolti.net. Vísir hafði heimildir fyrir því að Sævar hefði hringt í Svein til að biðjast afsökunar eftir síðara atvikið sem átti sér stað á KA svæðinu. Sævar staðfesti það en vildi þó ekki tjá sig um hvað fór þeirra á milli. „Það er eiginlega ekkert við þetta að bæta fyrr en málið er búið að fara sinn hring í kerfinu.“ Þá var Sævar spurður hvort KA væri ósátt við hegðun Arnars: „Ég ætla ekki að tjá mig um málið fyrr áfrýjunardómstóll er búinn að taka það fyrir því að allt sem við segjum getur verið mistúlkað í dómnum.“ Að endingu staðfesti Sævar að Arnar yrði á hliðarlínunni er KA og Ægir mætast í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. Þar sem leikbönn í deild og bikar eru aðskilin má Arnar stýra liðinu. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn KA Besta deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Mál Arnars hefur verið í deiglunni en eftir að vera rekinn af velli gegn KR – í annað sinn í sumar – mun hann hafa hellt sér yfir fjórða dómara leiksins. Degi síðar munu leiðir þeirra hafa legið aftur saman og á Arnar þá einnig að hafa hellt úr skálum reiði sinnar. Ekkert hefur náðst í Arnar í dag og þá vildi Sveinn Arnarsson, dómarinn sem um er ræðir, ekki tjá sig er Vísir náði í hann. Fótbolti.net náði hins vegar tali af Sævari sem fór yfir stöðu mála. Hann segir að KA muni áfrýja banninu en Arnar hefur nú þegar afplánað einn leik. „Á meðan málið er í þeim farvegi viljum við lítið tjá okkur um málið annað en það að við erum ósátt og munum áfrýja þessu. Það borgar sig að segja sem minnst á meðan. Við tókum okkur morguninn í að lesa dóminn og ætlum að áfrýja honum,“ sagði Sævar í viðtali sínu við Fótbolti.net. Vísir hafði heimildir fyrir því að Sævar hefði hringt í Svein til að biðjast afsökunar eftir síðara atvikið sem átti sér stað á KA svæðinu. Sævar staðfesti það en vildi þó ekki tjá sig um hvað fór þeirra á milli. „Það er eiginlega ekkert við þetta að bæta fyrr en málið er búið að fara sinn hring í kerfinu.“ Þá var Sævar spurður hvort KA væri ósátt við hegðun Arnars: „Ég ætla ekki að tjá mig um málið fyrr áfrýjunardómstóll er búinn að taka það fyrir því að allt sem við segjum getur verið mistúlkað í dómnum.“ Að endingu staðfesti Sævar að Arnar yrði á hliðarlínunni er KA og Ægir mætast í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. Þar sem leikbönn í deild og bikar eru aðskilin má Arnar stýra liðinu. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn KA Besta deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira