Gagnaleki í skoðun hjá Reykjavíkurborg Árni Sæberg skrifar 10. ágúst 2022 12:09 Dagbjört Hákonardóttir er persónuverndarfulltrúi Reykjavíkurborgar. Vísir Upp hefur komið gagnaleki hjá vefþjónustu sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa notað í nokkrum mæli. Persónuverndarfulltrúi borgarinnar vinnur nú að því að leggja mat á umfang og eðli brestsins í samstarfi við upplýsingatæknisvið borgarinnar. Í tilkynningu á starfsmannavef borgarinnar, sem Vísir hefur undir höndum, segir að lekinn hafi komið upp í QuestionPro, veflausn sem gerir fólki kleift að gera og senda út skoðanakannanir, sem nokkuð hafi verið notuð af starfsfólki borgarinnar. Þar segir að samkvæmt athugun upplýsingatæknisviðs liggi fyrir að nokkuð af upplýsingum hafi orðið aðgengilegar óviðkomandi aðilum, þar á meðal tölvupóstföng og niðurstöður kannana. „Fyrir liggur að netföng starfsfólks Reykjavíkurborgar falla þar undir, en ekki er vitað hvort hið sama eigi við um niðurstöður kannana á vegum starfsfólks borgarinnar,“ segir í tilkynningunni. Starfsmenn varist svikapósta Í tilkynningunni segir að í framhaldi af gagnaleka sem sé hætt við að aukning verði í tilraunum til að senda svikapósta. Því er starfsfólk beðið um að vera vel á varðbergi og tilkynna með viðeigandi leiðum ef grunur vaknar um svikapósta. Þá minnir upplúsingasvið starfsfólk á að nota einungis samþykktar lausnir til framkvæmdar á verkefnum sínum. Óskar Sandholt, sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs, segir í samtali við Vísi að QuestionPro sé ekki samþykkt af upplýsingatæknisviði. Því hafi borgin ekkert með lekan sem slíkan að gera. Gagnalekar óumflýjanlegir í nútímasamfélagi Sem áður segir vinnur persónuverndarfulltrúi borgarinnar nú að því að leggja mat á lekann. Dagbjört Hákonardóttir persónuverndarfulltrúi segir í samtali við Vísi að hún geti litlar upplýsingar veitt um lekann þar sem málið sé á viðkvæmu stigi auk þess að hún hafi ekki upplýsingar um tæknilegar hliðar hans. Hún segir að gagnalekar sem þessi séu óumflýjanlegir í nútímasamfélagi og að markmið persónuverndarfulltrúa og upplýsingatæknisviðs að lágmarka skaða sem verður af þeim. Hún hafi 72 klukkstundir frá því að upp kemst um leka til að ákveða hvort tilkynna þurfi Persónuvernd um hann. Reykjavíkurborg tilkynni Persónuvernd um mögulega öryggisbresti oftast allra. Friðþjófur Bergmann, sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hér á landi nýti sér þjónustu QuestionPro og því séu mun fleiri netföng undir en netföng starfsfólks Reykjavíkurborgar. Hann segir að helsta hættan af gagnalekum sem þessum vera að tölvuþrjótar nota netföng sem þeir komast yfir til að senda svikapósta. Því þurfi fólk að hafa varann á. Þá segir hann að ekki sé óalgengt að lekar sem þessi verði og netföng séu notuð til að senda svikapósta. Álíka atvik hafi orðið í maí en borgin hafi ekki merkt aukningu í því að fólk falli fyrir svikapóstum og tekist hafi að verjast tölvuþrjótum vel. Netöryggi Reykjavík Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Í tilkynningu á starfsmannavef borgarinnar, sem Vísir hefur undir höndum, segir að lekinn hafi komið upp í QuestionPro, veflausn sem gerir fólki kleift að gera og senda út skoðanakannanir, sem nokkuð hafi verið notuð af starfsfólki borgarinnar. Þar segir að samkvæmt athugun upplýsingatæknisviðs liggi fyrir að nokkuð af upplýsingum hafi orðið aðgengilegar óviðkomandi aðilum, þar á meðal tölvupóstföng og niðurstöður kannana. „Fyrir liggur að netföng starfsfólks Reykjavíkurborgar falla þar undir, en ekki er vitað hvort hið sama eigi við um niðurstöður kannana á vegum starfsfólks borgarinnar,“ segir í tilkynningunni. Starfsmenn varist svikapósta Í tilkynningunni segir að í framhaldi af gagnaleka sem sé hætt við að aukning verði í tilraunum til að senda svikapósta. Því er starfsfólk beðið um að vera vel á varðbergi og tilkynna með viðeigandi leiðum ef grunur vaknar um svikapósta. Þá minnir upplúsingasvið starfsfólk á að nota einungis samþykktar lausnir til framkvæmdar á verkefnum sínum. Óskar Sandholt, sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs, segir í samtali við Vísi að QuestionPro sé ekki samþykkt af upplýsingatæknisviði. Því hafi borgin ekkert með lekan sem slíkan að gera. Gagnalekar óumflýjanlegir í nútímasamfélagi Sem áður segir vinnur persónuverndarfulltrúi borgarinnar nú að því að leggja mat á lekann. Dagbjört Hákonardóttir persónuverndarfulltrúi segir í samtali við Vísi að hún geti litlar upplýsingar veitt um lekann þar sem málið sé á viðkvæmu stigi auk þess að hún hafi ekki upplýsingar um tæknilegar hliðar hans. Hún segir að gagnalekar sem þessi séu óumflýjanlegir í nútímasamfélagi og að markmið persónuverndarfulltrúa og upplýsingatæknisviðs að lágmarka skaða sem verður af þeim. Hún hafi 72 klukkstundir frá því að upp kemst um leka til að ákveða hvort tilkynna þurfi Persónuvernd um hann. Reykjavíkurborg tilkynni Persónuvernd um mögulega öryggisbresti oftast allra. Friðþjófur Bergmann, sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hér á landi nýti sér þjónustu QuestionPro og því séu mun fleiri netföng undir en netföng starfsfólks Reykjavíkurborgar. Hann segir að helsta hættan af gagnalekum sem þessum vera að tölvuþrjótar nota netföng sem þeir komast yfir til að senda svikapósta. Því þurfi fólk að hafa varann á. Þá segir hann að ekki sé óalgengt að lekar sem þessi verði og netföng séu notuð til að senda svikapósta. Álíka atvik hafi orðið í maí en borgin hafi ekki merkt aukningu í því að fólk falli fyrir svikapóstum og tekist hafi að verjast tölvuþrjótum vel.
Netöryggi Reykjavík Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira