Eldgosið bannað börnum yngri en tólf ára Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. ágúst 2022 10:55 Eldgosið trekkir að. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að meina börnum yngri en tólf ára aðgangi að eldgosinu í Meradölum. Öflugri gæsla verður á svæðinu í dag en í gær. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að ákveðið hafi verið á fundi í morgun að meina börnum yngri en tólf ára aðgengi að gosstöðvunum. „Þetta hefur verið vandamál. Við erum að tryggja hagsmuni barna á þessu svæði. Ég geri það með þessum hætti,“ segir Úlfar í samtali við Vísi. Markmiðið sé að hindra för barna sem eru yngri en tólf ára að gosstöðvunum. Undanfarna daga hefur vonskuveður komið í veg fyrir að hægt sé að njóta þess að skoða eldgosið.Vísir/Vilhelm Greint var frá því í fjölmiðlum um helgina að erlendir ferðamenn, með ung börn, hafi lent í vandræðum við gosstöðvarnar. Gosinu í Meradölum hefur verið lýst sem svokölluðu túristagosi og margir sem vilja berja það augum. Leiðin að gosinu er þó torfærari og lengri en leiðin að gosinu við Fagradalsfjall á síðasta ári. Aðspurður að því hvernig lögregla hyggist framfylgja þessari ákvörðun segir Úlfar að það eigi eftir að koma í ljós, hann sjái þó fyrir sér að hægt verði að gera það með sómasamlegum hætti. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum sem barst skömmu eftir hádegi er tekið fram að börn og foreldrar þeirra hafi í mörgum tilfellum verið mjög illa búin. Svo virðist sem fólk geri sér enga grein fyrir því hvar það sé statt og hvað bíði þeirra á erfiðri og langri göngu að gosstöðvunum. Eldgosið sé ekki staður fyrir ung börn til að dvelja á. Heimild fyrir aðgerðum lögreglustjóra er sótt í 23. gr. laga um almannavarnir Reiknar ekki með mörgum á svæðinu í dag Svæðinu hefur verið lokað frá sunnudegi vegna vonskuveðurs. Engin breyting var gerð á því í dag og verður athugað á morgun hvort hægt verði að opna svæðið. Fjölmennt lið björgunarsveita var kallað út í gær vegna ferðamanna sem fóru á gossvæðið þrátt fyrir lokanir. „Þetta fór vel í gær en þetta var ekki alveg eins og við hugsuðum það. Þarna erum við að tala um ferðamenn sem virða ekki fyrirmæli,“ segir Úlfar sem reiknar þó með sama vandamál verði ekki uppi á teningnum í dag. „Ég held að þetta verði miklu skaplegra hjá okkur. Ég á von á því að það verði ekki margir á svæðinu, allavega ekki með svipuðum hætti og í gær.“ Aðspurður um hvað valdi þessari bjartsýni er svarið einfalt: „Það er öflugri gæsla,“ segir Úlfar og bætir við að lögreglumenn og björgunarveitir verði með lokunarpóst við Suðurstrandarveg. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum úr fréttatilkynningu lögreglustjórans á Suðurnesjum sem barst skömmu eftir hádegi. Björgunarsveitir Lögreglumál Börn og uppeldi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Gosstöðvarnar verða áfram lokaðar Tekin hefur verið ákvörðun um að áfram verði lokað inn á gosstöðvarnar í dag, þriðjudag, vegna veðuraðstæðna. 9. ágúst 2022 09:05 Um tíu manns bjargað úr Meradölum Tveimur hópum ferðamanna, sem töldu um tíu manns, var bjargað af björgunarsveitarfólki við gosstöðvurnar fyrr í kvöld. Að sögn björgunarsveitarfólks voru ferðamennirnir kaldir og hraktir. 8. ágúst 2022 18:55 Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7. ágúst 2022 14:45 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að ákveðið hafi verið á fundi í morgun að meina börnum yngri en tólf ára aðgengi að gosstöðvunum. „Þetta hefur verið vandamál. Við erum að tryggja hagsmuni barna á þessu svæði. Ég geri það með þessum hætti,“ segir Úlfar í samtali við Vísi. Markmiðið sé að hindra för barna sem eru yngri en tólf ára að gosstöðvunum. Undanfarna daga hefur vonskuveður komið í veg fyrir að hægt sé að njóta þess að skoða eldgosið.Vísir/Vilhelm Greint var frá því í fjölmiðlum um helgina að erlendir ferðamenn, með ung börn, hafi lent í vandræðum við gosstöðvarnar. Gosinu í Meradölum hefur verið lýst sem svokölluðu túristagosi og margir sem vilja berja það augum. Leiðin að gosinu er þó torfærari og lengri en leiðin að gosinu við Fagradalsfjall á síðasta ári. Aðspurður að því hvernig lögregla hyggist framfylgja þessari ákvörðun segir Úlfar að það eigi eftir að koma í ljós, hann sjái þó fyrir sér að hægt verði að gera það með sómasamlegum hætti. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum sem barst skömmu eftir hádegi er tekið fram að börn og foreldrar þeirra hafi í mörgum tilfellum verið mjög illa búin. Svo virðist sem fólk geri sér enga grein fyrir því hvar það sé statt og hvað bíði þeirra á erfiðri og langri göngu að gosstöðvunum. Eldgosið sé ekki staður fyrir ung börn til að dvelja á. Heimild fyrir aðgerðum lögreglustjóra er sótt í 23. gr. laga um almannavarnir Reiknar ekki með mörgum á svæðinu í dag Svæðinu hefur verið lokað frá sunnudegi vegna vonskuveðurs. Engin breyting var gerð á því í dag og verður athugað á morgun hvort hægt verði að opna svæðið. Fjölmennt lið björgunarsveita var kallað út í gær vegna ferðamanna sem fóru á gossvæðið þrátt fyrir lokanir. „Þetta fór vel í gær en þetta var ekki alveg eins og við hugsuðum það. Þarna erum við að tala um ferðamenn sem virða ekki fyrirmæli,“ segir Úlfar sem reiknar þó með sama vandamál verði ekki uppi á teningnum í dag. „Ég held að þetta verði miklu skaplegra hjá okkur. Ég á von á því að það verði ekki margir á svæðinu, allavega ekki með svipuðum hætti og í gær.“ Aðspurður um hvað valdi þessari bjartsýni er svarið einfalt: „Það er öflugri gæsla,“ segir Úlfar og bætir við að lögreglumenn og björgunarveitir verði með lokunarpóst við Suðurstrandarveg. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum úr fréttatilkynningu lögreglustjórans á Suðurnesjum sem barst skömmu eftir hádegi.
Björgunarsveitir Lögreglumál Börn og uppeldi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Gosstöðvarnar verða áfram lokaðar Tekin hefur verið ákvörðun um að áfram verði lokað inn á gosstöðvarnar í dag, þriðjudag, vegna veðuraðstæðna. 9. ágúst 2022 09:05 Um tíu manns bjargað úr Meradölum Tveimur hópum ferðamanna, sem töldu um tíu manns, var bjargað af björgunarsveitarfólki við gosstöðvurnar fyrr í kvöld. Að sögn björgunarsveitarfólks voru ferðamennirnir kaldir og hraktir. 8. ágúst 2022 18:55 Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7. ágúst 2022 14:45 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Gosstöðvarnar verða áfram lokaðar Tekin hefur verið ákvörðun um að áfram verði lokað inn á gosstöðvarnar í dag, þriðjudag, vegna veðuraðstæðna. 9. ágúst 2022 09:05
Um tíu manns bjargað úr Meradölum Tveimur hópum ferðamanna, sem töldu um tíu manns, var bjargað af björgunarsveitarfólki við gosstöðvurnar fyrr í kvöld. Að sögn björgunarsveitarfólks voru ferðamennirnir kaldir og hraktir. 8. ágúst 2022 18:55
Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7. ágúst 2022 14:45