Heimilt að sekta fólk sem ekki virðir lokanir á gosstöðvum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. ágúst 2022 11:52 Björgunarfólk við gosstöðvarnar hefur meðal annars þurft að standa í því að leita að og aðstoða fólk sem virt hefur lokanir lögreglu að vettugi. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjum hefur heimildir til að sekta fólk sem virðir ekki lokanir lögreglu við gosstöðvarnar í Meradölum. Það er þó ekki til skoðunar sem stendur. Svæðið er lokað öllum í dag, vegna veðurs, og verður framvegis alfarið lokað börnum yngri en tólf ára. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, í samtali við fréttastofu. Lögregla geti sektað fólk sem ekki virði lokanir, á grundvelli almannavarnalaga og lögreglulaga. Í 23. grein almannavarnalaga segir: Á hættustundu er lögreglustjóra heimilt að ákveða að taka í sínar hendur umferðarstjórn, banna dvöl eða umferð á ákveðnum svæðum, svo sem með því að girða af eða hindra umferð um þau, þ.m.t. tilteknar fasteignir, taka í sínar vörslur hættulega muni, vísa á brott eða fjarlægja fólk. Þá er í lögreglulögum lögð skylda á fólk til þess að hlýða fyrirmælum lögreglu, ellegar geti það átt von á sekt. „En það er kannski eitthvað sem við viljum síður fara út í“ segir Hjördís og bætir við að ekki sé stefnt að því að byrja að sekta fólk sem ekki virðir lokanirnar. Borið hefur á því að ferðamenn hundsi ítrekað tilmæli lögreglu um að fara ekki upp að eldgosinu, þrátt fyrir afar bág veðurskilyrði. Fólki sem mætir á svæðið eigi að vera það morgunljóst hvort svæðið er lokað eða ekki. „Bæði erum við með björgunarsveitir á staðnum auk lögreglu, og SMS-in sem fólk fær í símana sína. Þannig að fólk ætti að vera mjög meðvitað þegar það er komið á staðinn.“ Bannað börnum Fyrr í dag var greint frá því að svæðið yrði nú alfarið lokað fyrir börn, tólf ára og yngri. Hjördís segir gönguleiðina einfaldlega það erfiða að ekki sé ráðlegt að börn fari hana. Það sé þrátt fyrir að búið sé að stika gönguleiðina og þétta hana. „Bæði bara að ganga hana, gasið á staðnum er eitthvað sem við viljum helst ekki að börnin okkar séu að anda að sér. Þannig að það eru ýmsar ástæður en aðallega er þetta bara allt of erfið ganga. Þrátt fyrir að við vitum að það eru einhverjir krakkar sem geta gengið þetta, þá er bara talið að það sé best að hefta aðgengið alveg.“ Nokkuð hafi borið á því að ung börn hafi verið með í för að gosinu. „Við höfum séð það að fólk er að fara með allt of ung börn. Bæði eru viðbragðsaðilar á staðnum að benda fólki á að þetta sé ekki sniðug leið fyrir ung börn og við höfum líka heyrt það að erlendir aðilar sem eru með börnin sín í fríi á Íslandi hefur ekki pössun. En þá verður það fólk bara því miður að sleppa því að fara þarna. Þetta er ekki ganga fyrir ung börn að fara.“ Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Eldgos í Fagradalsfjalli Börn og uppeldi Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Gosstöðvarnar verða áfram lokaðar Tekin hefur verið ákvörðun um að áfram verði lokað inn á gosstöðvarnar í dag, þriðjudag, vegna veðuraðstæðna. 9. ágúst 2022 09:05 Um tíu manns bjargað úr Meradölum Tveimur hópum ferðamanna, sem töldu um tíu manns, var bjargað af björgunarsveitarfólki við gosstöðvurnar fyrr í kvöld. Að sögn björgunarsveitarfólks voru ferðamennirnir kaldir og hraktir. 8. ágúst 2022 18:55 Vill að tilmæli verði gefin út um göngu barna að gosinu Borgarfulltrúi Flokks fólksins mælist til þess að yfirvöld gefi út sérstök tilmæli til foreldra að þeir taki fyrirmælum um að fara ekki með ung börn sín að eldgosinu í Meradal alvarlega. 8. ágúst 2022 15:33 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira
Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, í samtali við fréttastofu. Lögregla geti sektað fólk sem ekki virði lokanir, á grundvelli almannavarnalaga og lögreglulaga. Í 23. grein almannavarnalaga segir: Á hættustundu er lögreglustjóra heimilt að ákveða að taka í sínar hendur umferðarstjórn, banna dvöl eða umferð á ákveðnum svæðum, svo sem með því að girða af eða hindra umferð um þau, þ.m.t. tilteknar fasteignir, taka í sínar vörslur hættulega muni, vísa á brott eða fjarlægja fólk. Þá er í lögreglulögum lögð skylda á fólk til þess að hlýða fyrirmælum lögreglu, ellegar geti það átt von á sekt. „En það er kannski eitthvað sem við viljum síður fara út í“ segir Hjördís og bætir við að ekki sé stefnt að því að byrja að sekta fólk sem ekki virðir lokanirnar. Borið hefur á því að ferðamenn hundsi ítrekað tilmæli lögreglu um að fara ekki upp að eldgosinu, þrátt fyrir afar bág veðurskilyrði. Fólki sem mætir á svæðið eigi að vera það morgunljóst hvort svæðið er lokað eða ekki. „Bæði erum við með björgunarsveitir á staðnum auk lögreglu, og SMS-in sem fólk fær í símana sína. Þannig að fólk ætti að vera mjög meðvitað þegar það er komið á staðinn.“ Bannað börnum Fyrr í dag var greint frá því að svæðið yrði nú alfarið lokað fyrir börn, tólf ára og yngri. Hjördís segir gönguleiðina einfaldlega það erfiða að ekki sé ráðlegt að börn fari hana. Það sé þrátt fyrir að búið sé að stika gönguleiðina og þétta hana. „Bæði bara að ganga hana, gasið á staðnum er eitthvað sem við viljum helst ekki að börnin okkar séu að anda að sér. Þannig að það eru ýmsar ástæður en aðallega er þetta bara allt of erfið ganga. Þrátt fyrir að við vitum að það eru einhverjir krakkar sem geta gengið þetta, þá er bara talið að það sé best að hefta aðgengið alveg.“ Nokkuð hafi borið á því að ung börn hafi verið með í för að gosinu. „Við höfum séð það að fólk er að fara með allt of ung börn. Bæði eru viðbragðsaðilar á staðnum að benda fólki á að þetta sé ekki sniðug leið fyrir ung börn og við höfum líka heyrt það að erlendir aðilar sem eru með börnin sín í fríi á Íslandi hefur ekki pössun. En þá verður það fólk bara því miður að sleppa því að fara þarna. Þetta er ekki ganga fyrir ung börn að fara.“
Á hættustundu er lögreglustjóra heimilt að ákveða að taka í sínar hendur umferðarstjórn, banna dvöl eða umferð á ákveðnum svæðum, svo sem með því að girða af eða hindra umferð um þau, þ.m.t. tilteknar fasteignir, taka í sínar vörslur hættulega muni, vísa á brott eða fjarlægja fólk.
Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Eldgos í Fagradalsfjalli Börn og uppeldi Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Gosstöðvarnar verða áfram lokaðar Tekin hefur verið ákvörðun um að áfram verði lokað inn á gosstöðvarnar í dag, þriðjudag, vegna veðuraðstæðna. 9. ágúst 2022 09:05 Um tíu manns bjargað úr Meradölum Tveimur hópum ferðamanna, sem töldu um tíu manns, var bjargað af björgunarsveitarfólki við gosstöðvurnar fyrr í kvöld. Að sögn björgunarsveitarfólks voru ferðamennirnir kaldir og hraktir. 8. ágúst 2022 18:55 Vill að tilmæli verði gefin út um göngu barna að gosinu Borgarfulltrúi Flokks fólksins mælist til þess að yfirvöld gefi út sérstök tilmæli til foreldra að þeir taki fyrirmælum um að fara ekki með ung börn sín að eldgosinu í Meradal alvarlega. 8. ágúst 2022 15:33 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira
Gosstöðvarnar verða áfram lokaðar Tekin hefur verið ákvörðun um að áfram verði lokað inn á gosstöðvarnar í dag, þriðjudag, vegna veðuraðstæðna. 9. ágúst 2022 09:05
Um tíu manns bjargað úr Meradölum Tveimur hópum ferðamanna, sem töldu um tíu manns, var bjargað af björgunarsveitarfólki við gosstöðvurnar fyrr í kvöld. Að sögn björgunarsveitarfólks voru ferðamennirnir kaldir og hraktir. 8. ágúst 2022 18:55
Vill að tilmæli verði gefin út um göngu barna að gosinu Borgarfulltrúi Flokks fólksins mælist til þess að yfirvöld gefi út sérstök tilmæli til foreldra að þeir taki fyrirmælum um að fara ekki með ung börn sín að eldgosinu í Meradal alvarlega. 8. ágúst 2022 15:33