Fótbolti

Bjarni rak smiðshöggið á stórsigur

Hjörvar Ólafsson skrifar
Bjarni Mark Antonsson stangar hér boltann í netið. 
Bjarni Mark Antonsson stangar hér boltann í netið.  Tor Erik Schrøder

Bjarni Mark Antonsson setti jarðaberið á kökuna þegar Start fór með sannfærandi sigur af hólmi á móti Bryne í norsku B-deildinni í fótbolta karla í kvöld.

Bjarni Mark, sem spilaði allan leikinn inni á miðsvæðinu hjá Start, skoraði sjötta og síðasta mark liðsins í uppbótartíma leiksins. 

Þetta er þriðja mark Siglfirðingsins í deildinni á yfirstandandi leiktíð. Start er í harðri baráttu um að komast í umspil um laust sæti í efstu deild á næsta keppnistímabili en liðið hefur nú 29 stig í sjöunda sæti. 

Mark Bjarna Mark má sjá með því að smella á þessa frétt: 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.