Fótbolti

Albert byrjar nýtt tímabil afar vel

Hjörvar Ólafsson skrifar
Albert Gupmundsson leikur hér á markvörðu Benevento og skömmu síðar var boltinn í netinu.
Albert Gupmundsson leikur hér á markvörðu Benevento og skömmu síðar var boltinn í netinu. Vísir/Getty

Albert Guðmundsson, landsliðsamaður í fótbolta, skoraði tvö marka Genoa þegar liðið lagði Benevento að velli, 3-2, í 64 liða úrslitum ítölsku bikarkeppninnar í dag. 

Albert kom Genoa í 2-0 í leiknum en bæði mörk framherjans komu eftir stoðsendingu frá Massimo Coda en Coda gulltryggði svo sigur Genoamanna. Mörk Alberts má sjá hér að neðan:

Streamff - Easy video sharing

Þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir af leiknum var Albert tekinn af velli. Albert gekk til liðs við Genoa frá AZ Alkmaar um mitt síðasta keppnistímabili. 

Genoa féll úr ítölsku efstu deildinni síðastliðið vor og leikur þar af leiðandi í B-deildinni á komandi leiktíð líkt og Benevento.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.