Innlent

Gul við­vörun á Suður­landi vegna rigningar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það er útlit fyrir rigningu á Suðurlandi.
Það er útlit fyrir rigningu á Suðurlandi. Vísir/Vilhelm

Gul veðurviðvörun vegna talsverðrar eða mikillar rigningar er í gildi á Suðurlandi frá klukkan 15 í dag til hádegis á morgun.

Reiknað er með talsverðri rigningu, jafn vel mikilli til fjalla. Búast má við vatnavöxtum í ám og lækjum, sem geta flætt yfir bakka sína. Vöð geta orðið varasöm eða ófær og eru samgöngurtruflanir hugsanlegar, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.

Einnig er spáð er hvassri suðvestanátt og snörpum vindhviðum í Öræfum seinnipartinn á morgun. Ökumenn er bent á að fara varlega, einkum ef ekið er með aftanívagna.

Þá er útlit fyrir allhvassa eða hvassa sunnanátt á gosstöðvunum í Meradölum með rigningu og slæmu skyggni. Rigna mun talsvert eða mikið í nótt og fyrramálið, sem gerir gönguleiðir torfærar og eykur hættu á grjóthruni úr hlíðum.

Veðurhorfur á landinu

Sunnan 8-15 m/s og skúrir framan af degi, en síðar rigning sunnanlands. Lengst af þurrt og bjart á norðaustanverðu landinu.

Suðlæg átt, 5-13 m/s á morgun, en norðaustlægari á Vestfjörðum. Allvíða talsverð rigning nótt og fyrramálið, en úrkomuminna seinnipartinn. Þurrt að kalla á Austurlandi, en gengur í suðvestan 10-18 með skúrum suðaustanlands.

Hiti 9 til 17 stig, hlýjast norðaustantil.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:

Vestlæg átt, 8-15 m/s og skúrir, en norðlægari og rigning um tíma á Norðurlandi, hvassast og bjartviðri á Suðausturlandi. Hiti 7 til 16 stig, mildast austanlands. Lægir um kvöldið.

Á fimmtudag:

Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og skúrir, en fer að rigna suðvestantil um kvöldið. Hiti 8 til 14 stig.

Á föstudag:

Vestlæg eða breytileg átt og víða rigning, en rofar til seinnipartinn. Milt veður.

Á laugardag og sunnudag:

Suðvestlæg eða breytileg átt og væta með köflum, en lengst af þurrt austanlands. Áfram milt veður.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×