Innlent

Vinna við erfiðasta kaflann á vin­sælustu göngu­leiðinni hefst í dag

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tekin verður ákvörðun um hvort opnað verði fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í dag á fundi sem haldinn verður fyrir hádegi.
Tekin verður ákvörðun um hvort opnað verði fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í dag á fundi sem haldinn verður fyrir hádegi. Vísir/Vilhelm

Í dag er áætlað að unnið verði að því að lagfæra erfiðasta kaflann á svokallaðri A-gönguleið að eldgosinu í Meradölum.

Litlar breytingar hafa orðið á eldgosinu í Meradölum. Svæðinu var lokað almenningi vegna veðurs í gær og var tekin ákvörðun í morgun um að það áfram yrði lokað í dag í ljósi slæmra veðurskilyrða.

Mikill fjöldi var á svæðinu á laugardaginn við nokkuð erfiðar aðstæðir, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Unnið hefur verið að því að bæta gönguleiðir að eldgosinu, en nokkuð torfærara er að komast að því en eldgosinu sem gaus á svipuðum slóðum á síðasta ári.

Núverandi gönguleið er minnst 14 kílómetrar fram og til baka og krefst göngu upp á Fagradalsfjall í sveig utan um eldri hraunbreiðuna.Vísir

Björgunarsveitin Þorbjörn stikaði gönguleið í síðustu viku, svokallaða A-leið, sem sjá má á korti hér fyrir ofan. Í dag verður unnið að því að lagfæra erfiðasta kafla hennar, að sögn Boga Adolfssonar, formanns björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík.

„Í dag fer grafa upp og fer að moka í efri partinum á A-leiðinni sem er svona erfiðasta hindrunin. Þar er halli og grýtt. Það á að fara að taka þar sneiðing og gera gönguleiðina betri þannig að það er alltaf verið að vinna í þeim þætti,“ sagði Bogi í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann ræddi störf björgunarsveita á gosstöðvunum.

Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni hér að neðan.


Tengdar fréttir

Ekki úti­lokað að fleiri skjálftar verði

Jarðeðlisfræðingur segir ekki útilokað að fleiri skjálftar, svipaðir þeim sem reið yfir í dag, verði á næstunni þó að spenna hafi að miklu leyti losnað á svæðinu.

Ung börn ör­mögnuðust á leiðinni frá gos­stöðvunum

Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi.

Svona er göngu­leiðin að gosinu

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur staðið í ströngu síðan eldgos hófst í Meradölum. Björgunarsveitarmenn aðstoða ekki aðeins þá sem lenda í vanda á leiðinni að gosinu heldur hafa þeir ráðist í fyrirbyggjandi aðgerðir með því að stika gönguleið að gosinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.