Vildi herforingja eins og Hitler Samúel Karl Ólason skrifar 8. ágúst 2022 15:03 Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna árið 2018. Vinstra megin við hann er John Kelly, þáverandi starfsmannastjóri hans og fyrrverandi herforingi. Getty/Leon Neal Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa spurt aðstoðarmann sinn af hverju herforingjar hans gætu ekki verið eins og herforingjar Adolfs Hitler. Þeir hefðu verið algjörlega hliðhollir Hitler og gert það sem hann sagði þeim að gera. Þetta mun Trump hafa sagt við John Kelly, starfsmannastjóra sinn og fyrrverandi herforingja, samkvæmt nýrri bók sem verið er að gefa út um forsetatíð Trumps, samkvæmt umfjöllun New Yorker þar sem hluti bókarinnar er birtur. Trump deildi iðulega við herforingja Bandaríkjanna, þrátt fyrir að vera með slíka í ríkisstjórn sinni og í Hvíta húsinu og þá helst Kelly og John Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra hans. Þá virðist forsetinn fyrrverandi enn bera kala til þeirra en í svari við fyrirspurn New Yorker sagði Trump að hann hefði fljótt áttað sig á því að þeir væru hæfileikalitlir og að hann hefði fljótt hætt að reiða sig á þá. Samkvæmt bókinni og umfjöllun New Yorker varð Trump einu sinni mjög reiður út í herforingjana og gargaði á Kelly: „Þið helvítis herforingjar, af hverju getið þið ekki verið eins og þýskir herforingjar?“ „Hvaða herforingjar?“ mun Kelly hafa spurt og svaraði Trump því að hann væri að tala um þýska herforingja í seinni heimsstyrjöldinni. „Þú veist að þeir reyndu að drepa Hitler þrisvar sinnum og tókst það næstum því,“ sagði Kelly þá. Það sagði Trump að væri ekki rétt. Herforingjar Hitlers hefðu fylgt öllum hans skipunum. Sumarið 2017, skömmu eftir að hann hafði sótt Emmanuel Macron, forseta Frakklands, heim og horft þar á umfangsmikla skrúðgöngu franska hersins, lýsti Trump því yfir að hann vildi halda eigin skrúðgöngu. Það voru herforingjar hans og varnarmálaráðherra þó ekki til í. „Ég myndi frekar kyngja sýru,“ sagði James Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra Trumps. Forsvarsmenn hersins sögðu meðal annars að það myndi kosta fúlgur fjár og stórskemma götur Washington DC. Auk þess væri engin hefði fyrir skrúðgöngum í Bandaríska hernum. Trump stóð þó á sínu og krafðist skrúðgöngu. Hann tók þó fram við Kelly að hann vildi ekki sjá særða hermenn í göngunni. Í frönsku skrúðgöngunni hefðu verið særðir uppgjafarhermenn í hjólastólum og það vildi Trump ekki sjá, því það myndi líta illa út fyrir hann. Á einum tímapunkti ræddi Trump mögulega skrúðgöngu við Paul Selva, herforingja í flugher Bandaríkjanna og varaformann herforingjaráðsins. Selva sagði Trump frá því að hann hefði alist upp í Portúgal og þar hefðu einræðisherrar farið með völd. Skrúðgöngur hafi snúist um það að sýna fólki hverjir væru með vopnin og völdin. „Í þessu landi, gerum við það ekki,“ sagði Selva og sagði að herskrúðganga færi gegn anda Bandaríkjanna. Trump spurði Selva þá hissa, hvort hann væri mótfallinn skrúðgöngu. Því játaði herforinginn. „Það er eitthvað sem einræðisherrar gera,“ sagði hann. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Þetta mun Trump hafa sagt við John Kelly, starfsmannastjóra sinn og fyrrverandi herforingja, samkvæmt nýrri bók sem verið er að gefa út um forsetatíð Trumps, samkvæmt umfjöllun New Yorker þar sem hluti bókarinnar er birtur. Trump deildi iðulega við herforingja Bandaríkjanna, þrátt fyrir að vera með slíka í ríkisstjórn sinni og í Hvíta húsinu og þá helst Kelly og John Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra hans. Þá virðist forsetinn fyrrverandi enn bera kala til þeirra en í svari við fyrirspurn New Yorker sagði Trump að hann hefði fljótt áttað sig á því að þeir væru hæfileikalitlir og að hann hefði fljótt hætt að reiða sig á þá. Samkvæmt bókinni og umfjöllun New Yorker varð Trump einu sinni mjög reiður út í herforingjana og gargaði á Kelly: „Þið helvítis herforingjar, af hverju getið þið ekki verið eins og þýskir herforingjar?“ „Hvaða herforingjar?“ mun Kelly hafa spurt og svaraði Trump því að hann væri að tala um þýska herforingja í seinni heimsstyrjöldinni. „Þú veist að þeir reyndu að drepa Hitler þrisvar sinnum og tókst það næstum því,“ sagði Kelly þá. Það sagði Trump að væri ekki rétt. Herforingjar Hitlers hefðu fylgt öllum hans skipunum. Sumarið 2017, skömmu eftir að hann hafði sótt Emmanuel Macron, forseta Frakklands, heim og horft þar á umfangsmikla skrúðgöngu franska hersins, lýsti Trump því yfir að hann vildi halda eigin skrúðgöngu. Það voru herforingjar hans og varnarmálaráðherra þó ekki til í. „Ég myndi frekar kyngja sýru,“ sagði James Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra Trumps. Forsvarsmenn hersins sögðu meðal annars að það myndi kosta fúlgur fjár og stórskemma götur Washington DC. Auk þess væri engin hefði fyrir skrúðgöngum í Bandaríska hernum. Trump stóð þó á sínu og krafðist skrúðgöngu. Hann tók þó fram við Kelly að hann vildi ekki sjá særða hermenn í göngunni. Í frönsku skrúðgöngunni hefðu verið særðir uppgjafarhermenn í hjólastólum og það vildi Trump ekki sjá, því það myndi líta illa út fyrir hann. Á einum tímapunkti ræddi Trump mögulega skrúðgöngu við Paul Selva, herforingja í flugher Bandaríkjanna og varaformann herforingjaráðsins. Selva sagði Trump frá því að hann hefði alist upp í Portúgal og þar hefðu einræðisherrar farið með völd. Skrúðgöngur hafi snúist um það að sýna fólki hverjir væru með vopnin og völdin. „Í þessu landi, gerum við það ekki,“ sagði Selva og sagði að herskrúðganga færi gegn anda Bandaríkjanna. Trump spurði Selva þá hissa, hvort hann væri mótfallinn skrúðgöngu. Því játaði herforinginn. „Það er eitthvað sem einræðisherrar gera,“ sagði hann.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira