Erlent

Einn frægasti Jiu Jitsu-kappi heims skotinn í höfuðið af löggu á frí­vakt

Eiður Þór Árnason skrifar
Leandro Lo í keppni í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum árið 2014.
Leandro Lo í keppni í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum árið 2014. Getty/Francois Nel

Leandro Lo, einn frægasti Jiu Jitsu-bardagamaður allra tíma, var skotinn í höfuðið á næturklúbbi í São Paulo í Brasilíu. Hinn 33 ára Brasilíumaður var staddur á skemmtanastað í Saude-hverfi borgarinnar þegar hann var skotinn af lögreglumanni á frívakt, að sögn lögreglu en sá er nú sagður vera á flótta.

Lo var fluttur á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður heiladauður nokkrum klukkutímum síðar. Lo, sem heitir fullu nafni Leandro Lo Pereira do Nascimento, var einn sigursælasti Jiu Jitsu-keppandi allra tíma og hefur hlotið heimsmeistaratitilinn átta sinnum.

Þetta kemur fram í frétt BBC en staðarmiðlar hafa eftir lögregluskýrslu að lögreglumaðurinn hafi nálgast Lo á meðan hann var með vinum á Clube Sirio í suðurhluta São Paulo, stærstu borg Brasilíu.

Haft er eftir vitnum að lögreglumaðurinn hafi sýnt af sér ógnandi tilburði áður en Lo yfirbugaði hann og sagði honum að yfirgefa svæðið. Að sögn lögreglu dró maðurinn fram byssu og skaut Lo í ennið. Bardagakappinn var síðar úrskurðaður heiladauður á sjúkrahúsi en samkvæmt talsmanni fjölskyldu Lo á hann ekki afturkvæmt.

Lögreglumannsins er nú leitað og hefur brasilíska lögreglan hafið rannsókn málsins á þeim grundvelli að um morðtilraun sé að ræða.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.