Fótbolti

Atli Sigurjónsson: „Held að ég hafi skorað lúmskt mörg með hægri"

Hjörvar Ólafsson skrifar
Atli Sigurjónsson skoraði þrennu gegn ÍBV í kvöld.
Atli Sigurjónsson skoraði þrennu gegn ÍBV í kvöld. Vísir/Diego

Atli Sigurjónsson lék á als oddi þegar KR vann ÍBV með fjórum mörkum gegn engu í Bestu deild karla í fótbotla í kvöld. Atli skoraði þrennu í leiknum og er nú orðinn markahæsti leikmaður KR í deildinni í sumar. 

„Það er nú oft sagt þegar ég skora með skoti fyrir utan vítateig að markmaðurinn hefði átt að gera betur en ég held að þetta hafi bara verið nokkuð góð skot þó ég segi sjálfur frá. Þriðja markið bar svo keim af því að ég var kominn með mikið sjálfstraust," sagði Atli þegar hann var beðinn um að lýsa mörkum sínum. 

Atli skoraði eitt marka sinna með hægri hann segir það ekki jafn mikil tíðindi og ætla mætti: „Ég skora nú ekki svo oft en mér finnst ég hafa fengið spurningu um hvort það ekki merkilegt að ég hafi sett hann með hægri nokkuð oft áður. 

Það væri gaman að sjá tölfræði hversu mörg marka minna hafa komið með skoti með hægri fæti," sagði kantmaðurinn léttur .

„Það var mjög gaman að spila hérna í kvöld. Það var góð stemming í stúkunni og það skilaði sér inn á völlinn. Við viljum gera betur hérna í Vesturbænum og hafa gaman af því að spila fótbolta. Það er markmiðið að þoka okkur ofar töflunna og skemmta okkur og stuðningsmönnum okkar með flottum fótbolta," sagði hann. 

„Í síðasta leik gegn KA náðum við að harka inn úrslit og maður fann það í þeim leik að það var langt síðan við unnum leik. Í þessum leik var sjálfstraustið meira og við héldum áfram að sækja eftir að hafa komist yfir í stað þess að verja forskotið. Þetta var flott frammistaða," sagði Atli sem hefur nú skorað fimm mörk í deildinni, einu meira en Ægir Jarl Jónasson. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.