Reuters greinir frá því að 67 einstaklingar hafi slasast vegna sprengingarinnar á laugardagsmorgun en svæðið hafi verið rýmt áður en seinni sprenginguna bar að. Þrjú séu í lífshættu og fimmtán alvarlega slösuð, einnig sé sautján slökkviliðsmanna er saknað.
Átta geymslutankar eru sagðir vera á svæðinu en og einn innihaldi þrjú hundruð þúsund tunnur af eldsneyti. Viðbragðsaðilar á svæðinu reyni að koma í veg fyrir eldsneytisleka í Matanzas flóa.