Erlent

Annar elds­neytisgeymslutankur sprakk á Kúbu

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Mikill reykur liggur yfir svæðinu.
Mikill reykur liggur yfir svæðinu. AP/Ramon Espinosa

Eldsneytisgeymslutankur við höfnina í Matanzas á Kúbu sprakk nú í morgun vegna elds sem hafði logað á svæðinu um nóttina. Eldurinn logaði vegna eldingar sem hafði slegið niður í samskonar tank á föstudagskvöld og hann einnig sprungið.

Reuters greinir frá því að 67 einstaklingar hafi slasast vegna sprengingarinnar á laugardagsmorgun en svæðið hafi verið rýmt áður en seinni sprenginguna bar að. Þrjú séu í lífshættu og fimmtán alvarlega slösuð, einnig sé sautján slökkviliðsmanna er saknað.

Átta geymslutankar eru sagðir vera á svæðinu en og einn innihaldi þrjú hundruð þúsund tunnur af eldsneyti. Viðbragðsaðilar á svæðinu reyni að koma í veg fyrir eldsneytisleka í Matanzas flóa.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×