Erlent

Ellefu látnir eftir árás á Gaza-svæðið

Bjarki Sigurðsson skrifar
Íbúar Palestínu skoða rústir húss sem sprengt var í gær.
Íbúar Palestínu skoða rústir húss sem sprengt var í gær. EPA/Mohammed Saber

Ellefu létu lífið er ísraelski herinn skaut eldflaugum á Gaza-svæðið í gær. Herinn segir að skotmark sitt hafi verið íslamskur öfgahópur en einhverjir þeirra sem létu lífið voru óbreyttir borgarar.

Einn af leiðtogum samtakanna Islamic Jihad, Tayseer Al Jabari, var drepinn í árásinni en samkvæmt CNN var fimm ára stelpa meðal þeirra sem létu lífið. Alls slösuðust 75 manns í árásinni.

„Ísraelska ríkið mun ekki leyfa hryðjuverkasamtökum á Gaza-svæðinu að stjórna svæðinu og ógna íbúum Ísrael,“ segir í tilkynningu frá Yair Lapid, forsætisráðherra Ísrael, og Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísrael.

Ástandið á Gaza-svæðinu hefur versnað upp á síðkastið en samtökin Hamas og Islamic Jihad, sem eru stærstu herskáu samtökin í Palestínu, hafa kennt Ísraelsmönnum um það.

Ísraelsmenn halda því hins vegar fram að þeir séu einungis að reyna að vernda íbúa sína gegn öfgasamtökum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.