HK og Fylkir skrefi nær Bestu deildinni | Sjáðu ótrúlegt mark Emils Valur Páll Eiríksson skrifar 5. ágúst 2022 21:51 Emil Ásmundsson skoraði stórkostlegt mark fyrir Fylki í kvöld. vísir/bára Fjórir leikir voru á dagskrá í 15. umferð Lengjudeildar karla í fótbolta í kvöld og þrír leikir í Lengjudeild kvenna. HK er í góðri stöðu til að fara upp í báðum. Topplið HK heimsótti Aftureldingu í Mosfellsbæ en heimamenn höfðu unnið þrjá leiki í röð fyrir heimsókn HK-inga. Þar hélt Stefán Ingi Sigurðarson uppteknum hætti og skoraði sitt tíunda mark í sumar er hann tryggði HK 1-0 sigur. HK er þar með komið í 34 stig á toppi deildarinnar en Fylkir var aðeins stigi á eftir þeim fyrir umferðina og þurfti því sigur til að halda í við Kópavogsliðið í toppbaráttunni. Fylkir fékk Grindavík í heimsókn en Emil Ásmundsson, sem er á láni frá KR, kom Fylki yfir á 5. mínútu með sínu fyrsta deildarmarki á Íslandi síðan 2019. Kairo Edwards-John jafnaði fyrir Grindvíkinga á 12. mínútu og Guðjón Pétur Lýðsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir gestina af vítapunktinum á 24. mínútu. Hvaða fokking rugl er þetta? pic.twitter.com/pP2FAfPcPR— Hrafnkell Freyr Ágústsson (@hrafnkellfreyr) August 5, 2022 2-1 var fyrir Grindavík í hléi en aftur byrjaði Emil hálfleikinn af krafti. Hann skoraði stórglæsilegt mark á 51. mínútu þegar hann klippti boltann frá vítateigslínu upp í samskeytin. Einhver skjálfti virðist hafa gripið um sig hjá Grindvíkingum en Birkir Eyþórsson og Benedikt Daríus Garðarsson skoruðu tvö mörk með skömmu millibili til að snúa taflinu við og koma Fylki 4-2 yfir. Arnór Gauti Jónsson innsiglaði þá 5-2 sigur Fylkis á 88. mínútu leiksins. Óvæntur sigur KV á þjálfaralausum grönnum Á Auto Park í Vesturbæ Reykjavíkur tók KV á móti Gróttu í grannaslag. Grótta var án þjálfara síns Chris Brazzell sem var dæmdur í þriggja leikja bann af aganefnd KSÍ vegna ógnandi tilburða í garð dómara eftir leik Gróttu við HK á dögunum. KV var fyrir leikinn aðeins með átta stig í næst neðsta sæti, níu stigum frá öruggu sæti. Liðið vann hins vegar sinn þriðja sigur í sumar í leiknum, 2-1, gegn Gróttuliði sem tapaði sínum þriðja leik í röð og það fjarlægist sífellt efstu lið deildarinnar. Fjölnir, sem er í þriðja sæti, tapaði einnig stigum í baráttunni á toppnum er liðið gerði markalaust jafntefli við Kórdrengi. Mikið þarf að breytast til að toppliðin tvö, HK og Fylkir, fari ekki beinustu leið aftur upp í Bestu deildina eftir að hafa fallið úr henni í fyrra. HK er með 34 stig, Fylkir 33 en Fjölnir með 24 í þriðja sæti en Grótta, Afturelding, Selfoss og Vestri eru með 22 stig þar fyrir neðan. HK vann nágrannaslaginn Í Lengjudeild kvenna hafði HK betur, 2-1, gegn Augnabliki í Fífunni eftir að hafa lent undir. Júlía Katrín Baldursdóttir kom Augnabliki yfir á 28. mínútu en á 30. mínútu jafnaði Isabella Eva Aradóttir og aðeins þremur mínútum síðar kom Magðalena Ólafsdóttir HK yfir og þar við sat. HK er í harðri toppbaráttu í deildinni en liðið er með 29 stig í öðru sæti, þremur á eftir toppliði FH. Tindastóll er aðeins stigi á eftir HK eftir 5-0 útisigur liðsins á Haukum að Ásvöllum. Aldís María Jóhannsdóttir, Hannah Jade Cade, Murielle Tiernan og Hugrún Pálsdóttir skoruðu mörk norðankvenna, auk þess sem Dagrún Birta Karlsdóttir úr Haukum skoraði sjálfsmark. Víkingur og Fylkir gerðu þá markalaust jafntefli í Víkinni. Lengjudeild kvenna Lengjudeild karla HK Fylkir Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Sjá meira
Topplið HK heimsótti Aftureldingu í Mosfellsbæ en heimamenn höfðu unnið þrjá leiki í röð fyrir heimsókn HK-inga. Þar hélt Stefán Ingi Sigurðarson uppteknum hætti og skoraði sitt tíunda mark í sumar er hann tryggði HK 1-0 sigur. HK er þar með komið í 34 stig á toppi deildarinnar en Fylkir var aðeins stigi á eftir þeim fyrir umferðina og þurfti því sigur til að halda í við Kópavogsliðið í toppbaráttunni. Fylkir fékk Grindavík í heimsókn en Emil Ásmundsson, sem er á láni frá KR, kom Fylki yfir á 5. mínútu með sínu fyrsta deildarmarki á Íslandi síðan 2019. Kairo Edwards-John jafnaði fyrir Grindvíkinga á 12. mínútu og Guðjón Pétur Lýðsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir gestina af vítapunktinum á 24. mínútu. Hvaða fokking rugl er þetta? pic.twitter.com/pP2FAfPcPR— Hrafnkell Freyr Ágústsson (@hrafnkellfreyr) August 5, 2022 2-1 var fyrir Grindavík í hléi en aftur byrjaði Emil hálfleikinn af krafti. Hann skoraði stórglæsilegt mark á 51. mínútu þegar hann klippti boltann frá vítateigslínu upp í samskeytin. Einhver skjálfti virðist hafa gripið um sig hjá Grindvíkingum en Birkir Eyþórsson og Benedikt Daríus Garðarsson skoruðu tvö mörk með skömmu millibili til að snúa taflinu við og koma Fylki 4-2 yfir. Arnór Gauti Jónsson innsiglaði þá 5-2 sigur Fylkis á 88. mínútu leiksins. Óvæntur sigur KV á þjálfaralausum grönnum Á Auto Park í Vesturbæ Reykjavíkur tók KV á móti Gróttu í grannaslag. Grótta var án þjálfara síns Chris Brazzell sem var dæmdur í þriggja leikja bann af aganefnd KSÍ vegna ógnandi tilburða í garð dómara eftir leik Gróttu við HK á dögunum. KV var fyrir leikinn aðeins með átta stig í næst neðsta sæti, níu stigum frá öruggu sæti. Liðið vann hins vegar sinn þriðja sigur í sumar í leiknum, 2-1, gegn Gróttuliði sem tapaði sínum þriðja leik í röð og það fjarlægist sífellt efstu lið deildarinnar. Fjölnir, sem er í þriðja sæti, tapaði einnig stigum í baráttunni á toppnum er liðið gerði markalaust jafntefli við Kórdrengi. Mikið þarf að breytast til að toppliðin tvö, HK og Fylkir, fari ekki beinustu leið aftur upp í Bestu deildina eftir að hafa fallið úr henni í fyrra. HK er með 34 stig, Fylkir 33 en Fjölnir með 24 í þriðja sæti en Grótta, Afturelding, Selfoss og Vestri eru með 22 stig þar fyrir neðan. HK vann nágrannaslaginn Í Lengjudeild kvenna hafði HK betur, 2-1, gegn Augnabliki í Fífunni eftir að hafa lent undir. Júlía Katrín Baldursdóttir kom Augnabliki yfir á 28. mínútu en á 30. mínútu jafnaði Isabella Eva Aradóttir og aðeins þremur mínútum síðar kom Magðalena Ólafsdóttir HK yfir og þar við sat. HK er í harðri toppbaráttu í deildinni en liðið er með 29 stig í öðru sæti, þremur á eftir toppliði FH. Tindastóll er aðeins stigi á eftir HK eftir 5-0 útisigur liðsins á Haukum að Ásvöllum. Aldís María Jóhannsdóttir, Hannah Jade Cade, Murielle Tiernan og Hugrún Pálsdóttir skoruðu mörk norðankvenna, auk þess sem Dagrún Birta Karlsdóttir úr Haukum skoraði sjálfsmark. Víkingur og Fylkir gerðu þá markalaust jafntefli í Víkinni.
Lengjudeild kvenna Lengjudeild karla HK Fylkir Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Sjá meira