Létu eigin leikmenn hafa það óþvegið eftir leikinn í Víkinni: „Eins og mennskt spjallborð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. ágúst 2022 11:31 Stuðningsmönnum Lech Poznan var heitt í hamsi í Víkinni í gær. stöð 2 sport Stuðningsmenn Lech Poznan sem mættu í Víkina og sáu sína menn tapa fyrir Íslands- og bikarmeisturunum voru allt annað en sáttir eftir leikinn og létu leikmenn Póllandsmeistaranna heyra það. Víkingur sigraði Lech Poznan, 1-0, í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í gær. Ari Sigurpálsson skoraði eina mark leiksins með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Fyrir utan öfluga byrjun á seinni hálfleik ógnaði Lech Poznan marki Víkings sjaldan og heimamenn voru líklegri til að bæta við mörkum en gestirnir frá Póllandi að jafna. Lech Poznan varð pólskur meistari á síðasta tímabili en hefur gengið illa það sem af er þessu tímabili og stuðningsmenn liðsins eru greinilega ekki sáttir með gang mála. Eftir leikinn í Víkinni létu þeir leikmenn Lech Poznan hafa það óþvegið ekki ósvipað og stuðningsmenn Pogon Szczecin gerðu eftir að þeir töpuðu fyrir KR í síðasta mánuði. Þorkell Máni Pétursson er hrifinn af þessari nálgun pólsku stuðningsmannnanna. „Ég ætla að segja mína skoðun á þessu. Sjáið alla leikmennina, þeir standa þarna og hlusta á skammirnir. Ég væri til í að sjá þetta tekið upp hjá íslenskum liðum,“ sagði Máni. „Þetta er fólkið sem borgar laun þessara manna. Þetta eru yfirmenn þeirra og þeir eru bara að segja þeim fyrir verkum.“ Kjartan Atli Kjartansson kom með skemmtilega líkingu á uppákomunni í Víkinni. „Þetta er eins og mennskt spjallborð,“ sagði hann. Klippa: Létu eigin leikmenn heyra það Pólskir fjölmiðlar fóru ekki fögrum orðum um frammistöðu Lech Poznan í leiknum í gær og hneykluðust á henni. „Skandall á Íslandi! Skammarlegt tap Lech Poznan gegn Víkingi,“ sagði til að mynda í útbreiddasta íþróttablaði Póllands, Przeglad Sportowy. Seinni leikur Víkings og Lech Poznan fer fram í Póllandi á fimmtudaginn. Víkingum dugar þar jafntefli til að komast í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þar myndu þeir að öllum líkindum mæta Dudelange frá Lúxemborg. Næsti leikur Víkings er gegn Fram í Bestu deildinni á sunnudaginn. Víkingar eru í 2. sæti deildarinnar með 29 stig, níu stigum á eftir toppliði Blika en eiga leik til góða. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Þurfum að eiga annan stórleik í næstu viku“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum sáttur með 1-0 sigurinn á Póllandsmeisturum Lech Poznan í kvöld. Hann hefði þó ekki slegið hendinni á móti stærri sigri. 4. ágúst 2022 21:42 Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Fleiri fréttir „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu „Einn besti markmaður heims“ Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt Börsungar björguðu sér með tveimur mörkum í lokin Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Þórir og félagar tóku stig af Juventus Mané lagði upp tvö og Senegal fyrsta liðið í átta liða úrslit Sjá meira
Víkingur sigraði Lech Poznan, 1-0, í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í gær. Ari Sigurpálsson skoraði eina mark leiksins með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Fyrir utan öfluga byrjun á seinni hálfleik ógnaði Lech Poznan marki Víkings sjaldan og heimamenn voru líklegri til að bæta við mörkum en gestirnir frá Póllandi að jafna. Lech Poznan varð pólskur meistari á síðasta tímabili en hefur gengið illa það sem af er þessu tímabili og stuðningsmenn liðsins eru greinilega ekki sáttir með gang mála. Eftir leikinn í Víkinni létu þeir leikmenn Lech Poznan hafa það óþvegið ekki ósvipað og stuðningsmenn Pogon Szczecin gerðu eftir að þeir töpuðu fyrir KR í síðasta mánuði. Þorkell Máni Pétursson er hrifinn af þessari nálgun pólsku stuðningsmannnanna. „Ég ætla að segja mína skoðun á þessu. Sjáið alla leikmennina, þeir standa þarna og hlusta á skammirnir. Ég væri til í að sjá þetta tekið upp hjá íslenskum liðum,“ sagði Máni. „Þetta er fólkið sem borgar laun þessara manna. Þetta eru yfirmenn þeirra og þeir eru bara að segja þeim fyrir verkum.“ Kjartan Atli Kjartansson kom með skemmtilega líkingu á uppákomunni í Víkinni. „Þetta er eins og mennskt spjallborð,“ sagði hann. Klippa: Létu eigin leikmenn heyra það Pólskir fjölmiðlar fóru ekki fögrum orðum um frammistöðu Lech Poznan í leiknum í gær og hneykluðust á henni. „Skandall á Íslandi! Skammarlegt tap Lech Poznan gegn Víkingi,“ sagði til að mynda í útbreiddasta íþróttablaði Póllands, Przeglad Sportowy. Seinni leikur Víkings og Lech Poznan fer fram í Póllandi á fimmtudaginn. Víkingum dugar þar jafntefli til að komast í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þar myndu þeir að öllum líkindum mæta Dudelange frá Lúxemborg. Næsti leikur Víkings er gegn Fram í Bestu deildinni á sunnudaginn. Víkingar eru í 2. sæti deildarinnar með 29 stig, níu stigum á eftir toppliði Blika en eiga leik til góða.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Þurfum að eiga annan stórleik í næstu viku“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum sáttur með 1-0 sigurinn á Póllandsmeisturum Lech Poznan í kvöld. Hann hefði þó ekki slegið hendinni á móti stærri sigri. 4. ágúst 2022 21:42 Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Fleiri fréttir „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu „Einn besti markmaður heims“ Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt Börsungar björguðu sér með tveimur mörkum í lokin Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Þórir og félagar tóku stig af Juventus Mané lagði upp tvö og Senegal fyrsta liðið í átta liða úrslit Sjá meira
„Þurfum að eiga annan stórleik í næstu viku“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum sáttur með 1-0 sigurinn á Póllandsmeisturum Lech Poznan í kvöld. Hann hefði þó ekki slegið hendinni á móti stærri sigri. 4. ágúst 2022 21:42