Ekki æða af stað upp í fjall, segir Víðir Snorri Másson skrifar 4. ágúst 2022 11:43 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir það hörkuferðalag að fara upp að gosi. Eldgosið í Merardölum hefur haldið uppteknum hætti frá því að það hófst eftir hádegi í gær. Því er enn beint til almennings að fara ekki að gosinu fyrr en viðbragðsaðilar hafa náð utan um aðstæður þar. Tveir slösuðust í Fagradalsfjalli í gær - en Víðir Reynisson segir það hörkuferðalag að fara upp að gosinu. Það gýs enn á ný og fólk flykkist á staðinn. En gönguleiðin að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli nú er öllu lengri og torfærari en hún var í fyrra - nálgast þarf ferðalagið upp að gosinu öðruvísi. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir að menn þurfi að undirbúa sig áður en lagt er af stað. Flestir tala um fjórar til fimm klukkustundir í heild af erfiðri göngu og þegar hafa orðið nokkur óhöpp. Einn ökklabrotnaði í fjallinu í nótt. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar ÞorbjörnsStöð 2/Egill Ekki aðeins eykur lengri vegalengd hættuna á að fólk lendi í vandræðum á leiðinni, heldur gerir hún björgunarsveitum erfiðara fyrir að flytja slasað fólk niður af fjalli. Því sér fólk fyrir sér að Landhelgisgæslan muni annast töluvert af sjúkraflutningum í þyrlu, eins og hún gerði í nótt. „Þegar það er orðið kalt úti getum við ekkert beðið endalaust með að flytja fólk niður. Það er vont að missa fólk í ofkælingu á nóttinni,“ segir Bogi Adolfsson í samtali við fréttastofu. Eyþór Árnason Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna lýsir göngunni sem „hörkuferðalagi.“ Engar lokanir eru þó í gildi á svæðinu nema til að koma í veg fyrir utanvegaakstur. Leiðin upp að gosi er þó erfið bæði gangandi og á bíl. „Við erum enn þá að biðja fólk að vera kannski ekki að æða þarna núna strax af því að við erum að fara af stað með að laga aðgengi, sérstaklega þegar það kemur í ljós eins og í nótt að það var erfitt að koma búnaði á staðinn,“sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í hádegisfréttum Bylgjunnar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Björgunarsveitir Tengdar fréttir „Eins og gosið komi upp í hringleikahúsi“ Tómas Guðbjartsson, læknir og útivistarmaður, brýnir fyrir þeim sem ætla að skoða eldgosið við Merardali að kynna sér leiðina og aðstæður vel áður en haldið er af stað. Hann líkir gosstöðvunum við hringleikahús. 4. ágúst 2022 10:36 Myndaveisla frá Meradölum: RAX flaug yfir gosstöðvarnar Mikið var um dýrðir á Reykjanesskaga í gær þegar eldgos hófst í Meradölum. RAX, ljósmyndari Vísis, fór að sjálfsögðu á flugvél sinni að gosstöðvunum og myndaði þær í bak og fyrir. 4. ágúst 2022 09:11 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Það gýs enn á ný og fólk flykkist á staðinn. En gönguleiðin að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli nú er öllu lengri og torfærari en hún var í fyrra - nálgast þarf ferðalagið upp að gosinu öðruvísi. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir að menn þurfi að undirbúa sig áður en lagt er af stað. Flestir tala um fjórar til fimm klukkustundir í heild af erfiðri göngu og þegar hafa orðið nokkur óhöpp. Einn ökklabrotnaði í fjallinu í nótt. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar ÞorbjörnsStöð 2/Egill Ekki aðeins eykur lengri vegalengd hættuna á að fólk lendi í vandræðum á leiðinni, heldur gerir hún björgunarsveitum erfiðara fyrir að flytja slasað fólk niður af fjalli. Því sér fólk fyrir sér að Landhelgisgæslan muni annast töluvert af sjúkraflutningum í þyrlu, eins og hún gerði í nótt. „Þegar það er orðið kalt úti getum við ekkert beðið endalaust með að flytja fólk niður. Það er vont að missa fólk í ofkælingu á nóttinni,“ segir Bogi Adolfsson í samtali við fréttastofu. Eyþór Árnason Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna lýsir göngunni sem „hörkuferðalagi.“ Engar lokanir eru þó í gildi á svæðinu nema til að koma í veg fyrir utanvegaakstur. Leiðin upp að gosi er þó erfið bæði gangandi og á bíl. „Við erum enn þá að biðja fólk að vera kannski ekki að æða þarna núna strax af því að við erum að fara af stað með að laga aðgengi, sérstaklega þegar það kemur í ljós eins og í nótt að það var erfitt að koma búnaði á staðinn,“sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Björgunarsveitir Tengdar fréttir „Eins og gosið komi upp í hringleikahúsi“ Tómas Guðbjartsson, læknir og útivistarmaður, brýnir fyrir þeim sem ætla að skoða eldgosið við Merardali að kynna sér leiðina og aðstæður vel áður en haldið er af stað. Hann líkir gosstöðvunum við hringleikahús. 4. ágúst 2022 10:36 Myndaveisla frá Meradölum: RAX flaug yfir gosstöðvarnar Mikið var um dýrðir á Reykjanesskaga í gær þegar eldgos hófst í Meradölum. RAX, ljósmyndari Vísis, fór að sjálfsögðu á flugvél sinni að gosstöðvunum og myndaði þær í bak og fyrir. 4. ágúst 2022 09:11 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
„Eins og gosið komi upp í hringleikahúsi“ Tómas Guðbjartsson, læknir og útivistarmaður, brýnir fyrir þeim sem ætla að skoða eldgosið við Merardali að kynna sér leiðina og aðstæður vel áður en haldið er af stað. Hann líkir gosstöðvunum við hringleikahús. 4. ágúst 2022 10:36
Myndaveisla frá Meradölum: RAX flaug yfir gosstöðvarnar Mikið var um dýrðir á Reykjanesskaga í gær þegar eldgos hófst í Meradölum. RAX, ljósmyndari Vísis, fór að sjálfsögðu á flugvél sinni að gosstöðvunum og myndaði þær í bak og fyrir. 4. ágúst 2022 09:11