Börn eiga ekki erindi að eldstöðvunum Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2022 20:30 Fólk er þegar farið að ganga upp að eldstöðvunum við Geldingadali. Vísir/Eyþór Börn eiga ekki erindi upp að eldstöðvunum við Geldingadali. Bæði vegna gasmengunar og erfiðrar gönguleiðar. Þetta segir Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands, en börn og fullorðnir með undirliggjandi sjúkdóma eru viðkvæmari gagnvart gasmengun. Landlæknir varaði við því í fyrra að börn hafi minna þol gagnvart loftmengun og að það eigi einnig við mengun frá eldgosi. Ekki sé ráðlegt að börn dvelji lengur en fimmtán mínútur á stað þar sem loftmengun er yfir heilsuverndarmörkum. Elín segir að gönguleiðin að þessu hrauni væri töluvert erfiðari en leiðin að gosinu í fyrra og aðstæður erfiðari. Ekki væri búið að stika leið eða grípa til annarra aðgerða. Þá sé vert að vara fólk við því að ganga með gosmökkinn á móti sér og að kalt geti verið á svæðinu. Eldgosið við Geldingadali er töluvert stærra en gosið sem var á svipuðum slóðum í fyrra. Það gos var þó eitt það minnsta hér á landi. Mögulegt er að gosið muni vara skemur en það fyrra og er sömuleiðis mögulegt að fleiri sprungur opnist en Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að staðan muni skýrast á næstu dögum. „Þetta gæti orðið öflugra og hraðari atburðarrás. Það gæti líka staðið skemur,“ sagði Magnús Tumi. Hann sagði líka að þegar eldgos byrja með krafti eins og nú, gæti dregið fljótt dregið úr kraftinum. Þetta væri þó allt óráðið. „Þetta mun skýrast á næstu dögum, í hvaða farveg þetta ætlar að fara.“ Magnús Tumi segir það ekki koma á óvart að þetta gos komi upp svo nærri því síðasta. Jarðskjálftar hafi bent til þess að kvikan hafi verið að troðast inn á svæðinu. Ekki sé hægt að útiloka að fleiri sprungur muni opnast norðar en tíminn verði að leiða það í ljós. Hann segir að hraunið muni leggjast ofan á hraunið úr eldgosinu í fyrra og standi eldgosið yfir í langan tíma muni það flæða úr Meradölum og til suðurs í átt að Suðurstrandaveg. Það sé þó langur vegur til þess. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Fann tvo menn sem voru fastir og skutlaði þeim alveg upp að hrauninu Gylfi Blöndal var á ferð með vini sínum nálægt gosstöðvunum í Geldingadal þegar hann rakst á tvo blaðamenn mbl.is á leið að gosinu. Þeir voru voru fastir en Gylfi var á mun betri bíl en þeir og skutlaði þeim alveg upp að lekandi hrauninu með aðstoð blaðamannapassa þeirra. 3. ágúst 2022 17:34 Svona var blaðamannafundurinn vegna eldgossins Almannavarnir hafa boðið til fjölmiðlafundar klukkan 17:30 í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Tilefnið er eldgosið sem hófst við Geldingadali á öðrum tímanum í dag. 3. ágúst 2022 16:46 Gosið leggst vel í Grindvíkinga Guðrún Kristín Einarsdóttir er formaður Þórkötlu, sem er deild innan slysavarnafélagsins í Grindavík. Hún var hress þegar Vísir heyrði í henni, gosið leggst bara vel í hana. 3. ágúst 2022 16:14 Búið að loka fyrir akstur á vegslóðum við gosstöðvarnar Neyðarstig almannavarna var virkjað um klukkan þrjú í dag vegna eldgossins sem hafið er í Geldingadölum. Þetta ákvað ríkislögreglustjóri í samráði við lögregluna á Suðurnesjum. 3. ágúst 2022 16:01 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Landlæknir varaði við því í fyrra að börn hafi minna þol gagnvart loftmengun og að það eigi einnig við mengun frá eldgosi. Ekki sé ráðlegt að börn dvelji lengur en fimmtán mínútur á stað þar sem loftmengun er yfir heilsuverndarmörkum. Elín segir að gönguleiðin að þessu hrauni væri töluvert erfiðari en leiðin að gosinu í fyrra og aðstæður erfiðari. Ekki væri búið að stika leið eða grípa til annarra aðgerða. Þá sé vert að vara fólk við því að ganga með gosmökkinn á móti sér og að kalt geti verið á svæðinu. Eldgosið við Geldingadali er töluvert stærra en gosið sem var á svipuðum slóðum í fyrra. Það gos var þó eitt það minnsta hér á landi. Mögulegt er að gosið muni vara skemur en það fyrra og er sömuleiðis mögulegt að fleiri sprungur opnist en Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að staðan muni skýrast á næstu dögum. „Þetta gæti orðið öflugra og hraðari atburðarrás. Það gæti líka staðið skemur,“ sagði Magnús Tumi. Hann sagði líka að þegar eldgos byrja með krafti eins og nú, gæti dregið fljótt dregið úr kraftinum. Þetta væri þó allt óráðið. „Þetta mun skýrast á næstu dögum, í hvaða farveg þetta ætlar að fara.“ Magnús Tumi segir það ekki koma á óvart að þetta gos komi upp svo nærri því síðasta. Jarðskjálftar hafi bent til þess að kvikan hafi verið að troðast inn á svæðinu. Ekki sé hægt að útiloka að fleiri sprungur muni opnast norðar en tíminn verði að leiða það í ljós. Hann segir að hraunið muni leggjast ofan á hraunið úr eldgosinu í fyrra og standi eldgosið yfir í langan tíma muni það flæða úr Meradölum og til suðurs í átt að Suðurstrandaveg. Það sé þó langur vegur til þess.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Fann tvo menn sem voru fastir og skutlaði þeim alveg upp að hrauninu Gylfi Blöndal var á ferð með vini sínum nálægt gosstöðvunum í Geldingadal þegar hann rakst á tvo blaðamenn mbl.is á leið að gosinu. Þeir voru voru fastir en Gylfi var á mun betri bíl en þeir og skutlaði þeim alveg upp að lekandi hrauninu með aðstoð blaðamannapassa þeirra. 3. ágúst 2022 17:34 Svona var blaðamannafundurinn vegna eldgossins Almannavarnir hafa boðið til fjölmiðlafundar klukkan 17:30 í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Tilefnið er eldgosið sem hófst við Geldingadali á öðrum tímanum í dag. 3. ágúst 2022 16:46 Gosið leggst vel í Grindvíkinga Guðrún Kristín Einarsdóttir er formaður Þórkötlu, sem er deild innan slysavarnafélagsins í Grindavík. Hún var hress þegar Vísir heyrði í henni, gosið leggst bara vel í hana. 3. ágúst 2022 16:14 Búið að loka fyrir akstur á vegslóðum við gosstöðvarnar Neyðarstig almannavarna var virkjað um klukkan þrjú í dag vegna eldgossins sem hafið er í Geldingadölum. Þetta ákvað ríkislögreglustjóri í samráði við lögregluna á Suðurnesjum. 3. ágúst 2022 16:01 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Fann tvo menn sem voru fastir og skutlaði þeim alveg upp að hrauninu Gylfi Blöndal var á ferð með vini sínum nálægt gosstöðvunum í Geldingadal þegar hann rakst á tvo blaðamenn mbl.is á leið að gosinu. Þeir voru voru fastir en Gylfi var á mun betri bíl en þeir og skutlaði þeim alveg upp að lekandi hrauninu með aðstoð blaðamannapassa þeirra. 3. ágúst 2022 17:34
Svona var blaðamannafundurinn vegna eldgossins Almannavarnir hafa boðið til fjölmiðlafundar klukkan 17:30 í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Tilefnið er eldgosið sem hófst við Geldingadali á öðrum tímanum í dag. 3. ágúst 2022 16:46
Gosið leggst vel í Grindvíkinga Guðrún Kristín Einarsdóttir er formaður Þórkötlu, sem er deild innan slysavarnafélagsins í Grindavík. Hún var hress þegar Vísir heyrði í henni, gosið leggst bara vel í hana. 3. ágúst 2022 16:14
Búið að loka fyrir akstur á vegslóðum við gosstöðvarnar Neyðarstig almannavarna var virkjað um klukkan þrjú í dag vegna eldgossins sem hafið er í Geldingadölum. Þetta ákvað ríkislögreglustjóri í samráði við lögregluna á Suðurnesjum. 3. ágúst 2022 16:01