Fann tvo menn sem voru fastir og skutlaði þeim alveg upp að hrauninu Bjarki Sigurðsson skrifar 3. ágúst 2022 17:34 Gylfi fyrir framan gosið. Eins og sjá má voru nokkrir einstaklingar þarna til viðbótar. Gylfi Blöndal Gylfi Blöndal var á ferð með vini sínum nálægt gosstöðvunum í Geldingadal þegar hann rakst á tvo blaðamenn mbl.is á leið að gosinu. Þeir voru fastir en Gylfi var á mun betri bíl en þeir og skutlaði þeim alveg upp að lekandi hrauninu með aðstoð blaðamannapassa þeirra. „Það var minnsta mál að komast þangað. Bíllinn fór létt með þetta, þetta er 46 tommu breyttur Jeep. Þú þarft að vera á vel breyttum jeppa til að komast þangað,“ segir Gylfi í samtali við fréttastofu. Hann segir að björgunarsveitir séu á svæðinu en að þær hafi enn ekki haft afskipti af þeim. Hann telur þó að það styttist í það. Bíllinn sem ferjaði þá í átt að gosinu.Gylfi Blöndal „Þetta er alveg magnað. Við stöndum núna það nálægt að það eru bara fjörutíu, fimmtíu gráður. Fötin eru að bráðna af okkur,“ segir Gylfi en hann var nánast alveg upp við hraunið þegar hann mælti þessi orð. Hann segir ekki marga hafa verið jafn nálægt gosinu og hann var en þó einhverjir, þá sérstaklega fjölmiðlafólk og viðbragðsaðilar. View this post on Instagram A post shared by Gylfi Blöndal (@gylfiiblondal) Á svæðinu þar sem hann var er hagstæð vindátt og blés gasið sem kom frá gossprungunni í burt frá honum og félögum hans. Rétt er að minna á að almannavarnir hafa varað fólk við því að ganga í átt að gosstöðvunum vegna hættu á gasmengun. Þá er akstur utan vega að sjálfsögðu bannaður eins og bent var á á vef Umhverfisstofnunar í dag. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
„Það var minnsta mál að komast þangað. Bíllinn fór létt með þetta, þetta er 46 tommu breyttur Jeep. Þú þarft að vera á vel breyttum jeppa til að komast þangað,“ segir Gylfi í samtali við fréttastofu. Hann segir að björgunarsveitir séu á svæðinu en að þær hafi enn ekki haft afskipti af þeim. Hann telur þó að það styttist í það. Bíllinn sem ferjaði þá í átt að gosinu.Gylfi Blöndal „Þetta er alveg magnað. Við stöndum núna það nálægt að það eru bara fjörutíu, fimmtíu gráður. Fötin eru að bráðna af okkur,“ segir Gylfi en hann var nánast alveg upp við hraunið þegar hann mælti þessi orð. Hann segir ekki marga hafa verið jafn nálægt gosinu og hann var en þó einhverjir, þá sérstaklega fjölmiðlafólk og viðbragðsaðilar. View this post on Instagram A post shared by Gylfi Blöndal (@gylfiiblondal) Á svæðinu þar sem hann var er hagstæð vindátt og blés gasið sem kom frá gossprungunni í burt frá honum og félögum hans. Rétt er að minna á að almannavarnir hafa varað fólk við því að ganga í átt að gosstöðvunum vegna hættu á gasmengun. Þá er akstur utan vega að sjálfsögðu bannaður eins og bent var á á vef Umhverfisstofnunar í dag.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira