Búið að loka fyrir akstur á vegslóðum við gosstöðvarnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. ágúst 2022 16:01 Gos er hafið á ný í Geldingadölum. Vísir/Arnar Neyðarstig almannavarna var virkjað um klukkan þrjú í dag vegna eldgossins sem hafið er í Geldingadölum. Þetta ákvað ríkislögreglustjóri í samráði við lögregluna á Suðurnesjum. Fram kom í tilkynningu frá almannavörnum sem barst rétt eftir klukkan þrjú að hraun renni í Geldingadölum skammt norðaustan gígsins sem gaus lengst úr í fyrra. Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar séu innviðir ekki í hættu en fólk vinsamlegast beðið um að halda sig frá svæðinu og huga vel að hættu vegna mögulegrar gasmengunar. Almannavarnir hafa biðlað til fólks að fara ekki nærri gosupptökunum. Mikilvægt sé að halda svæðinu öruggu en vísindamenn séu að störfum að meta stöðuna. Tilkynning barst þá frá lögreglunni á Suðurnesjum nú rétt fyrir klukkan 16 þar sem fram kemur að lögregla hafi lokað á akandi umferð á vegslóðum umhverfis gosstöðvarnar. Akstur utan vega sé stranglega bannaður en enn sé opið fyrir umferð um Suðurstrandarveg og Reykjanesbraut. Viðbragðsaðilar komi til með að meta aðstæður reglulega og komið geti til þess að rýma þurfi svæði nærri gosstöðvunum án nokkurs fyrirvara. Gasmengun sé þá við gosstöðvarnar þó vindátt sé hagstæð eins og sakir standa. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Magnað myndskeið af eldgosinu úr háloftunum Þar er aldeilis ekki fyrir lofthrædda að standa vaktina sem fréttatökumenn hjá Stöð 2 og RÚV þegar eldgos eru annars vegar. 3. ágúst 2022 15:55 „Hressandi að fá eitt eldgos í viðbót“ Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir að allar björgunarsveitir á Suðurnesjum hafi verið kallaðar út, þau séu að ná tökum á málunum og fara yfir stöðuna. Hann hvetur almenning til að hlusta á tilmæli. 3. ágúst 2022 15:36 Léttir að gosið sé hafið Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir í samtali við fréttastofu að það sé ákveðinn léttir að það sé farið að gjósa, sérstaklega á svona góðum stað. Enginn mannvirki séu í grennd við gosstöðvar en það kom honum ekkert sérlega á óvart að gosið skyldi hefjast í dag. 3. ágúst 2022 15:04 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Fram kom í tilkynningu frá almannavörnum sem barst rétt eftir klukkan þrjú að hraun renni í Geldingadölum skammt norðaustan gígsins sem gaus lengst úr í fyrra. Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar séu innviðir ekki í hættu en fólk vinsamlegast beðið um að halda sig frá svæðinu og huga vel að hættu vegna mögulegrar gasmengunar. Almannavarnir hafa biðlað til fólks að fara ekki nærri gosupptökunum. Mikilvægt sé að halda svæðinu öruggu en vísindamenn séu að störfum að meta stöðuna. Tilkynning barst þá frá lögreglunni á Suðurnesjum nú rétt fyrir klukkan 16 þar sem fram kemur að lögregla hafi lokað á akandi umferð á vegslóðum umhverfis gosstöðvarnar. Akstur utan vega sé stranglega bannaður en enn sé opið fyrir umferð um Suðurstrandarveg og Reykjanesbraut. Viðbragðsaðilar komi til með að meta aðstæður reglulega og komið geti til þess að rýma þurfi svæði nærri gosstöðvunum án nokkurs fyrirvara. Gasmengun sé þá við gosstöðvarnar þó vindátt sé hagstæð eins og sakir standa.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Magnað myndskeið af eldgosinu úr háloftunum Þar er aldeilis ekki fyrir lofthrædda að standa vaktina sem fréttatökumenn hjá Stöð 2 og RÚV þegar eldgos eru annars vegar. 3. ágúst 2022 15:55 „Hressandi að fá eitt eldgos í viðbót“ Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir að allar björgunarsveitir á Suðurnesjum hafi verið kallaðar út, þau séu að ná tökum á málunum og fara yfir stöðuna. Hann hvetur almenning til að hlusta á tilmæli. 3. ágúst 2022 15:36 Léttir að gosið sé hafið Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir í samtali við fréttastofu að það sé ákveðinn léttir að það sé farið að gjósa, sérstaklega á svona góðum stað. Enginn mannvirki séu í grennd við gosstöðvar en það kom honum ekkert sérlega á óvart að gosið skyldi hefjast í dag. 3. ágúst 2022 15:04 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Magnað myndskeið af eldgosinu úr háloftunum Þar er aldeilis ekki fyrir lofthrædda að standa vaktina sem fréttatökumenn hjá Stöð 2 og RÚV þegar eldgos eru annars vegar. 3. ágúst 2022 15:55
„Hressandi að fá eitt eldgos í viðbót“ Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir að allar björgunarsveitir á Suðurnesjum hafi verið kallaðar út, þau séu að ná tökum á málunum og fara yfir stöðuna. Hann hvetur almenning til að hlusta á tilmæli. 3. ágúst 2022 15:36
Léttir að gosið sé hafið Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir í samtali við fréttastofu að það sé ákveðinn léttir að það sé farið að gjósa, sérstaklega á svona góðum stað. Enginn mannvirki séu í grennd við gosstöðvar en það kom honum ekkert sérlega á óvart að gosið skyldi hefjast í dag. 3. ágúst 2022 15:04