Íbúar Kansas standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. ágúst 2022 06:41 Niðurstöðunni var víðsvegar fagnað en á öðrum stöðum grétu viðstaddir og báðu. AP/Kansas City Star/Tammy Ljungblad Íbúar í Kansas í Bandaríkjunum höfnuðu því í atkvæðagreiðslu í gær að fjarlægja ákvæði úr stjórnarskrá ríkisins þar sem konum er tryggður rétturinn til þungunarrofs. Ákveðið var að efna til atkvæðagreiðslunnar í kjölfar þess að Hæstiréttur Bandaríkjanna ógilti niðurstöðu dómsins í máli Roe gegn Wade. Það fordæmi hafði um áratuga skeið tryggt konum réttin til þungunarrofs í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Afgerandi niðurstöður atkvæðagreiðslunnar í Kansas komu nokkuð á óvart en þegar 80 prósent atkvæða höfðu verið talin reyndust 61 prósent hafa kosið að viðhalda réttinum en 39 prósent að fella ákvæðið úr stjórnarskránni. Þetta þýðir að atkvæði féllu ekki eftir flokkslínum en meðal íbúa Kansas eru mun fleiri skráðir repúblikanar en demókratar. Breaking News: Kansans rejected an amendment removing the right to abortion from the State Constitution, a backlash to the end of Roe v. Wade. https://t.co/yp1vmo2lDZ— The New York Times (@nytimes) August 3, 2022 Milljónum dala var varið í kosningabaráttuna en um er að ræða fyrstu íbúakosningarnar sem haldnar eru um réttinn til þungunarrofs frá því að dómur Hæstaréttar féll. Stuðningsmenn viðaukans sem kosið var um, sem kvað á um að fella úr gildi stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs, bentu á að samþykki hans þýddi ekki endilega að þungunarrof yrðu gerð óheimil heldur að valdið til að taka ákvörðun um málið yrði í höndum löggjafans. Margir stuðningsmenn þungunarrofa sögðust hins vegar óttast að breytingin yrði til þess að nær algjört bann gegn þungunarrofum yrði samþykkt á næstu mánuðum. Tonight, Kansans used their voices to protect women s right to choose and access reproductive health care.It s an important victory for Kansas, but also for every American who believes that women should be able to make their own health decisions without government interference.— President Biden (@POTUS) August 3, 2022 Þungunarrof Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Ákveðið var að efna til atkvæðagreiðslunnar í kjölfar þess að Hæstiréttur Bandaríkjanna ógilti niðurstöðu dómsins í máli Roe gegn Wade. Það fordæmi hafði um áratuga skeið tryggt konum réttin til þungunarrofs í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Afgerandi niðurstöður atkvæðagreiðslunnar í Kansas komu nokkuð á óvart en þegar 80 prósent atkvæða höfðu verið talin reyndust 61 prósent hafa kosið að viðhalda réttinum en 39 prósent að fella ákvæðið úr stjórnarskránni. Þetta þýðir að atkvæði féllu ekki eftir flokkslínum en meðal íbúa Kansas eru mun fleiri skráðir repúblikanar en demókratar. Breaking News: Kansans rejected an amendment removing the right to abortion from the State Constitution, a backlash to the end of Roe v. Wade. https://t.co/yp1vmo2lDZ— The New York Times (@nytimes) August 3, 2022 Milljónum dala var varið í kosningabaráttuna en um er að ræða fyrstu íbúakosningarnar sem haldnar eru um réttinn til þungunarrofs frá því að dómur Hæstaréttar féll. Stuðningsmenn viðaukans sem kosið var um, sem kvað á um að fella úr gildi stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs, bentu á að samþykki hans þýddi ekki endilega að þungunarrof yrðu gerð óheimil heldur að valdið til að taka ákvörðun um málið yrði í höndum löggjafans. Margir stuðningsmenn þungunarrofa sögðust hins vegar óttast að breytingin yrði til þess að nær algjört bann gegn þungunarrofum yrði samþykkt á næstu mánuðum. Tonight, Kansans used their voices to protect women s right to choose and access reproductive health care.It s an important victory for Kansas, but also for every American who believes that women should be able to make their own health decisions without government interference.— President Biden (@POTUS) August 3, 2022
Þungunarrof Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira