Innlent

Stór skjálfti á Reykja­nes­skaga

Bjarki Sigurðsson skrifar
Eldgos í Meradölum
Eldgos í Meradölum Vísir/Vilhelm

Stór skjálfti varð rétt í þessu á Reykjanesi og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn 4,1 að stærð.

Upptök skjálftans voru 5,6 kílómetra norðnorðaustur af Krýsuvík. Þó nokkrir eftirskjálftar hafa mælst í kjölfarið en enginn yfir 1,4 að stærð. Skjálftinn varð á 4,7 kílómetra dýpi. Samkvæmt athugunum jarðvísindamanns á vef Veðurstofunnar fannst skjálftinn norður á Akranes.

Fyrr í dag varð jarðskjálfti af stærðinni þremur 6,7 kílómetra vestnorðvestur af Grindavík. 

Á myndum sem Veðurstofan sendi á fjölmiðla má sjá að skjálftinn átti sér stað nálægt Kleifarvatni og Trölladyngju.

Kort frá Veðurstofunni um skjálftann.Veðurstofa Íslands

Í færslu sem birtist á Facebook-síðu Eldfjalla- og náttúruvárhóp Suðurlands fyrr í dag segir að breytingar hafi orðið á gosstöðvunum í Meradölum síðastliðna sólarhringa. Vísbendingar séu um að nokkurs konar púlsandi virkni sé hafin í stærsta gosopinu en því hefur fylgt mikill óróleiki innan gígsins og drunur á svæðinu verið ansi háværar. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×