Fótbolti

Emery sýndi leiðinlegum Englendingum fingurinn: „Segðu good ebening“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Emery hafði lítinn húmor fyrir leiðindapésunum.
Emery hafði lítinn húmor fyrir leiðindapésunum. Sebastian Widmann - UEFA/UEFA via Getty Images

Unai Emery, þjálfari Villarreal á Spáni, fékk ekki hlýjustu móttökurnar þegar hann sneri aftur til Englands um helgina. Mikið grín var gert að Emery þegar hann var þjálfari Arsenal á Englandi.

Emery hefur átt mikilli velgengni að fagna á þjálfaraferli sínum, þá helst í Evrópudeildinni. Sevilla vann hana þrisvar undir hans stjórn á árunum 2013 til 2016 og hann vann hana einnig sem þjálfari Villarreal síðasta vor.

Villarreal mætti til Englands um helgina þar sem liðið spilaði tvo æfingaleiki, við Southampton og Fulham. Emery tókst ekki að heilla marga á tíma sínum sem þjálfari Arsenal árin 2018 til 2019 en stálpagrín var gert að framburði hans á ensku.

Sérstaklega var gert grín að því hvernig hann bauð gott kvöld þegar hann mætti á blaðamannafundi - „good ebening“. Emery var að veita eiginhandaráritanir fyrir St. Mary's, heimavöll Southampton, um helgina þegar tveir grínistar komu upp að honum með myndavél á lofti og báðu hann um að segja „good ebening“.

Sá spænski hafði lítinn húmor fyrir því og sýndi þeim fingurinn líkt og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×