Enski boltinn

Fulham að ganga frá kaupum á Bernd Leno

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Leno er hér til hægri við Rúnar Alex Rúnarsson.
Leno er hér til hægri við Rúnar Alex Rúnarsson. vísir/getty

Nýliðar Fulham í ensku úrvalsdeildinni leita til nágranna sinna í Arsenal til að styrkja markvarðastöðuna fyrir komandi tímabil.

Samkvæmt öruggum heimildum enskra fjölmiðla hafa forráðamenn Fulham náð samkomulagi við Arsenal um kaupverð fyrir þýska markvörðinn Bernd Leno.

Fulham pungar út átta milljónum punda fyrir þennan þrítuga markvörð sem missti stöðu sína sem aðalmarkvörður Arsenal til Aaron Ramsdale á síðustu leiktíð.

Leno mun þurfa að gangast undir læknisskoðun í vikunni og vonast nýliðarnir til að hann verði klár í slaginn þegar liðið fær Liverpool í heimsókn næstkomandi laugardag.

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er á mála hjá Arsenal og ætla má að hann verði þriðji markmaður liðsins fari svo að Leno yfirgefi félagið en áðurnefndur Ramsdale og Bandaríkjamaðurinn Matt Turner eru fyrir ofan Rúnar í goggunarröðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×