Karlmaðurinn var handtekinn fyrr í dag.Getty/Giddens
Tuttugu og tveggja ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um að hafa stungið níu ára stúlku til bana í miðbæ Boston í Lincolnskíri í Bretlandi í vikunni.
Tveir höfðu áður verið yfirheyrðir en var sleppt að lokinni skýrslutöku. Lögregla segir að ábendingar almennings auk annarra upplýsinga hafi leitt til þess að hinn grunaði hafi fundist. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að maðurinn nú sá eini sem er grunaður í málinu.
Árásin átti sér stað á fimmtudaginn nærri St. Botolph‘s kirkjunni þar sem stúlkan, Lillia Valutyte, var að leik með yngri systur sinni. Fjöldi fólks hefur lagt blóm og kerti nálægt kirkjunni í minningu Lilliu.
Stúlkan sem stungin var til bana í miðbæ Boston í Lincolnskíri í Bretlandi í gær heitir Lilia Valutyte. Hún var aðeins níu ára gömul og fannst látin á sjöunda tímanum í gærkvöldi.
Grunur leikur á um að níu ára stúlka hafi verið stungin til bana í miðbæ Boston í Lincolnskíri í Bretlandi. Lögreglan rannsakar málið sem hugsanlegt morð en atvikið átti sér stað klukkan 18:20 að staðartíma í gær.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.