Arsenal skoraði sex á Sevilla á meðan Man Utd tapaði fyrir Atletico Arnar Geir Halldórsson skrifar 30. júlí 2022 14:15 Gabriel Jesus virðist vera klár í slaginn! vísir/Getty Ensku liðin eru í lokaundirbúningi sínum áður en flautað verður til leiks í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. Tvö af stærstu liðum Englands voru að ljúka æfingaleikjum gegn tveimur af stærstu liðum Spánar þar sem Man Utd mætti Atletico Madrid á meðan Arsenal lék gegn Sevilla. Þetta var síðasti æfingaleikur Arsenal áður en þeir mæta Crystal Palace í opnunarleik úrvalsdeildarinnar næstkomandi föstudag og lærisveinar Mikel Arteta héldu uppteknum hætti eftir að hafa farið létt með Chelsea á dögunum, 4-0. Arsenal hreinlega valtaði yfir Sevilla í dag þar sem Gabriel Jesus og Bukayo Saka sáu um að ná 4-0 forystu á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Aðeins róaðist í síðari hálfleik en Jesus fullkomnaði þó þrennu sína á 77.mínútu og kom Arsenal í 5-0. Eddie Nketiah rak svo síðasta naglann í kistu Sevilla á 88.mínútu og innsiglaði 6-0 sigur Arsenal. 10' Saka 13' Jesus 15' Jesus 19' Saka Arsenal are already up 4-0 vs. Sevilla in the Emirates Cup pic.twitter.com/04zBq0vFEB— B/R Football (@brfootball) July 30, 2022 Það var ekki sama fjörið í leik Man Utd og Atletico sem leikinn var í Osló. Þar gerði Joao Felix eina mark leiksins á 86.mínútu og tryggði Atletico 1-0 sigur. Skömmu síðar fékk brasilíski miðjumaðurinn Fred að líta rauða spjaldið. Erik Ten Hag gerði aðeins þrjár skiptingar í leiknum en Christian Eriksen lék sinn fyrsta leik í búningi Man Utd þegar hann kom inná fyrir Anthony Martial í síðari hálfleik. Man Utd leikur æfingaleik gegn Rayo Vallecano á Old Trafford á morgun. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Sjá meira
Tvö af stærstu liðum Englands voru að ljúka æfingaleikjum gegn tveimur af stærstu liðum Spánar þar sem Man Utd mætti Atletico Madrid á meðan Arsenal lék gegn Sevilla. Þetta var síðasti æfingaleikur Arsenal áður en þeir mæta Crystal Palace í opnunarleik úrvalsdeildarinnar næstkomandi föstudag og lærisveinar Mikel Arteta héldu uppteknum hætti eftir að hafa farið létt með Chelsea á dögunum, 4-0. Arsenal hreinlega valtaði yfir Sevilla í dag þar sem Gabriel Jesus og Bukayo Saka sáu um að ná 4-0 forystu á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Aðeins róaðist í síðari hálfleik en Jesus fullkomnaði þó þrennu sína á 77.mínútu og kom Arsenal í 5-0. Eddie Nketiah rak svo síðasta naglann í kistu Sevilla á 88.mínútu og innsiglaði 6-0 sigur Arsenal. 10' Saka 13' Jesus 15' Jesus 19' Saka Arsenal are already up 4-0 vs. Sevilla in the Emirates Cup pic.twitter.com/04zBq0vFEB— B/R Football (@brfootball) July 30, 2022 Það var ekki sama fjörið í leik Man Utd og Atletico sem leikinn var í Osló. Þar gerði Joao Felix eina mark leiksins á 86.mínútu og tryggði Atletico 1-0 sigur. Skömmu síðar fékk brasilíski miðjumaðurinn Fred að líta rauða spjaldið. Erik Ten Hag gerði aðeins þrjár skiptingar í leiknum en Christian Eriksen lék sinn fyrsta leik í búningi Man Utd þegar hann kom inná fyrir Anthony Martial í síðari hálfleik. Man Utd leikur æfingaleik gegn Rayo Vallecano á Old Trafford á morgun.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Sjá meira