Reikna verður með erlendum tekjum við útreikning fæðingarorlofs Árni Sæberg skrifar 29. júlí 2022 15:46 Páll Hreinsson, annar frá hægri, er forseti EFTA-dómstólsins. EFTA EFTA-dómstóllinn segir í nýbirtu ráðgefandi áliti fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur að óheimilt sé að binda útreikning fæðingarorlofsgreiðslna alfarið við tekjur sem aflað er hér á landi. Héraðsdómur óskaði eftir áliti EFTA-dómstólsins vegna máls íslenskrar konu sem nú er í meðferð dómsins. Konan hafði verið í framhaldsnámi í læknisfræði í Danmörku og starfaði þar í fullu starfi frá árinu 2015. Síðan flutti hún hingað til lands á meðan hún var barnshafandi um miðjan september 2019. Þá hóf hún störf hjá Landspítalanum í lok september 2019. Hinn 22. janúar 2020 lagði hún inn umsókn um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði. Umsókninni fylgdu launaseðlar frá Landspítalanum fyrir nóvember og desember 2019 auk staðfestingar frá Danmörku um búsetu hennar þar frá árinu 2015 og yfirlit þarlendra launagreiðslna. Hún fæddi barn 26. mars 2020. Fæðingarorlofssjóður samþykkti umsókn konunnar en greiðsluáætlun gerði aðeins ráð fyrir greiðslu 184 þúsund króna á mánuði. Fæðingarorlofssjóður hafði því ekki tekið tillit til tekna hennar í Danmörku við útreikning greiðslna. Það þýddi því að hún fengi aðeins lágmarksgreiðslu á fæðingarorlofstímanum, að því er segir í áliti EFTA-dómstólsins. Konan kærði miðurstöðu sjóðsins til úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti niðurstöðuna og því höfðaði konan mál fyrir héraðsdómi til að hnekkja úrskurðinum. Brjóti í bága við regluna um frjálsa för Í áliti EFTA-dómstólsins segir að reglugerð Evrópuráðsins um samræmingu almannatryggingakerfa áskilji ekki að reikna beri fæðingarorlofsgreiðslur á grundvelli tekna sem aflað var í öðru EES-ríki. Hins vegar skuli þó miða fjárhæð bóta, líkt og þeirra sem um ræðir í málinu sem er til meðferðar hjá landsdómstólnum, sem veittar eru farandlaunþega sem aðeins aflaði tekna í öðru EES-ríki á því tímabili sem miðað er við samkvæmt landslögum, við tekjur launþega með sambærilega starfsreynslu og hæfi og sem gegnir svipuðu starfi í því EES-ríki þar sem sótt er um bætur. Þannig megi launþegi ekki missa rétt sinn til almannatryggingabóta eða að fjárhæð slíkra bóta skerðist vegna þess að hann hafi nýtt rétt sinn til frjálsrar farar. Fæðingarorlof EFTA Tryggingar Félagsmál Börn og uppeldi Dómsmál Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Héraðsdómur óskaði eftir áliti EFTA-dómstólsins vegna máls íslenskrar konu sem nú er í meðferð dómsins. Konan hafði verið í framhaldsnámi í læknisfræði í Danmörku og starfaði þar í fullu starfi frá árinu 2015. Síðan flutti hún hingað til lands á meðan hún var barnshafandi um miðjan september 2019. Þá hóf hún störf hjá Landspítalanum í lok september 2019. Hinn 22. janúar 2020 lagði hún inn umsókn um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði. Umsókninni fylgdu launaseðlar frá Landspítalanum fyrir nóvember og desember 2019 auk staðfestingar frá Danmörku um búsetu hennar þar frá árinu 2015 og yfirlit þarlendra launagreiðslna. Hún fæddi barn 26. mars 2020. Fæðingarorlofssjóður samþykkti umsókn konunnar en greiðsluáætlun gerði aðeins ráð fyrir greiðslu 184 þúsund króna á mánuði. Fæðingarorlofssjóður hafði því ekki tekið tillit til tekna hennar í Danmörku við útreikning greiðslna. Það þýddi því að hún fengi aðeins lágmarksgreiðslu á fæðingarorlofstímanum, að því er segir í áliti EFTA-dómstólsins. Konan kærði miðurstöðu sjóðsins til úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti niðurstöðuna og því höfðaði konan mál fyrir héraðsdómi til að hnekkja úrskurðinum. Brjóti í bága við regluna um frjálsa för Í áliti EFTA-dómstólsins segir að reglugerð Evrópuráðsins um samræmingu almannatryggingakerfa áskilji ekki að reikna beri fæðingarorlofsgreiðslur á grundvelli tekna sem aflað var í öðru EES-ríki. Hins vegar skuli þó miða fjárhæð bóta, líkt og þeirra sem um ræðir í málinu sem er til meðferðar hjá landsdómstólnum, sem veittar eru farandlaunþega sem aðeins aflaði tekna í öðru EES-ríki á því tímabili sem miðað er við samkvæmt landslögum, við tekjur launþega með sambærilega starfsreynslu og hæfi og sem gegnir svipuðu starfi í því EES-ríki þar sem sótt er um bætur. Þannig megi launþegi ekki missa rétt sinn til almannatryggingabóta eða að fjárhæð slíkra bóta skerðist vegna þess að hann hafi nýtt rétt sinn til frjálsrar farar.
Fæðingarorlof EFTA Tryggingar Félagsmál Börn og uppeldi Dómsmál Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira