Búist við að Guardiola muni sleppa beislinu af Haaland Valur Páll Eiríksson skrifar 30. júlí 2022 08:01 Guardiola kveðst ánægður með nýja leikmenn City sem þurfi þó að aðlaga sig að leikstíl liðsins. Manchester City/Manchester City FC via Getty Images Enskir fjölmiðlar gera fastlega ráð fyrir því að Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, muni hafa Erling Haaland í framlínu liðsins gegn Liverpool í leik dagsins um Samfélagsskjöldinn. Jürgen Klopp greindi frá því í vikunni að bæði Alisson Becker og Caoimhin Kelleher væru fjarri góðu gamni og því er búist við að þriðji markvörður liðsins, Spánverjinn Adrián, muni standa milli stanganna. Guardiola er sagður ætla að setja nýja framherjann Haaland í framlínuna, í von um að koma honum strax í gang. Haaland hefur komið hægt og rólega inn í lið City það sem af er undirbúningstímabili en ef marka má miðla á Englandi verður slíkt ekki uppi á teningunum í dag. Guardiola sagði í vikunni að nýir leikmenn liðsins hafi þurft að aðlagast leikstíl City-liðsins og að félagið muni ekki breyta sinni stefnu til að aðlaga sig í staðinn að nýjum leikmönnum, þeir þurfi að leggja sitt af mörkum í línu við leikstílinn. „Við þurfum að aðlaga gæði leikmannana til að þeir geti tekið þátt í okkar leik, en við munum ekki breyta okkar leikstíl,“ sagði Guardiola í viðtali við miðla Manchester City. „Af hverju ættum við að breyta okkar aðferðum þegar það hefur gengið eins vel og raun ber vitni undanfarnar leiktíðir?“ spurði Guardiola og bætti við: „En við viljum allt það besta fyrir Erling [Haaland], Julian [Alvárez], Kalvin [Phillips] og Stefan [Ortega], við viljum bestu útgáfuna af þeim, þó innan marka leikstíls liðsins. Ég er nokkuð viss um að okkur hafi tekist það. Þetta hafa aðeins verið nokkrir dagar sem við höfum æft saman, en ég hef góða tilfinningu fyrir þeim öllum.“ Leikur Liverpool og Manchester City hefst klukkan 16:00 en bein útsending og upphitun fyrir leikinn fer af stað klukkan 15:40 á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er létt klikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Sjá meira
Jürgen Klopp greindi frá því í vikunni að bæði Alisson Becker og Caoimhin Kelleher væru fjarri góðu gamni og því er búist við að þriðji markvörður liðsins, Spánverjinn Adrián, muni standa milli stanganna. Guardiola er sagður ætla að setja nýja framherjann Haaland í framlínuna, í von um að koma honum strax í gang. Haaland hefur komið hægt og rólega inn í lið City það sem af er undirbúningstímabili en ef marka má miðla á Englandi verður slíkt ekki uppi á teningunum í dag. Guardiola sagði í vikunni að nýir leikmenn liðsins hafi þurft að aðlagast leikstíl City-liðsins og að félagið muni ekki breyta sinni stefnu til að aðlaga sig í staðinn að nýjum leikmönnum, þeir þurfi að leggja sitt af mörkum í línu við leikstílinn. „Við þurfum að aðlaga gæði leikmannana til að þeir geti tekið þátt í okkar leik, en við munum ekki breyta okkar leikstíl,“ sagði Guardiola í viðtali við miðla Manchester City. „Af hverju ættum við að breyta okkar aðferðum þegar það hefur gengið eins vel og raun ber vitni undanfarnar leiktíðir?“ spurði Guardiola og bætti við: „En við viljum allt það besta fyrir Erling [Haaland], Julian [Alvárez], Kalvin [Phillips] og Stefan [Ortega], við viljum bestu útgáfuna af þeim, þó innan marka leikstíls liðsins. Ég er nokkuð viss um að okkur hafi tekist það. Þetta hafa aðeins verið nokkrir dagar sem við höfum æft saman, en ég hef góða tilfinningu fyrir þeim öllum.“ Leikur Liverpool og Manchester City hefst klukkan 16:00 en bein útsending og upphitun fyrir leikinn fer af stað klukkan 15:40 á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er létt klikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Sjá meira