Innlent

Að­staða skipa í Reyk­hóla­hreppi muni batna

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Fjórðungur bryggjunnar hrundi í sjóinn aðfaranótt miðvikudags.
Fjórðungur bryggjunnar hrundi í sjóinn aðfaranótt miðvikudags. Ingbjörg Birna

Vegagerðin gekk frá bráðabirgðaviðgerð á bryggju hafnarinnar í Reykhólahreppi klukkan fjögur aðfaranótt fimmtudags. Fjórðungur bryggjunnar, sem var yfir 50 ára gömul, hrundi í sjóinn aðfaranótt miðvikudags.

Sveitarstjóri Reykhólahrepps, Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sagði í samtali við Vísi í gær að það hafi verið mikil heppni að hrun bryggjunnar hafi orðið um nótt en ekki dag þegar löndun Þörungaverksmiðjunnar hefði staðið yfir.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að bráðabirgðaviðgerðir á bryggjunni hafi gengið vel en framkvæmdir við endurbyggingu hennar hafi þegar verið hafnar þegar óhappið varð. Tjónið muni ekki hafa áhrif á endurbyggingu bryggjunnar en þegar þeim ljúki muni aðstaða skipa í Reykhólahreppi batna mikið.

Hafnarsérfræðingur Vegagerðarinnar segir í samtali við Mbl að margir þættir hafi legið að baki hruni bryggjunnar en neitar því að mistök hafi valdið því. Stálþil bryggjunnar sé tætt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×