Fótbolti

Rúnar Alex gæti verið á leið í Íslendinganýlenduna

Hjörvar Ólafsson skrifar
Rúnar Alex Rúnarsson ásamt Bernd Leno, Arthur Okonkwo og Steve Round á leiðinni á æfingu hjá Arsenal 
Rúnar Alex Rúnarsson ásamt Bernd Leno, Arthur Okonkwo og Steve Round á leiðinni á æfingu hjá Arsenal  Vísir/Getty

Rún­ar Alex Rún­ars­son er orðaður við ríkjandi meistara í Danmörku, FC Københaven í frétt sem birtist á Tipsbladet í dag.

Rúnar Alex var á láni frá Arsenal hjá belgíska félaginu OH Leuven seinni hluta síðasata keppnistímabils en hann var ekki í leikmannahópi Skyttanna þegar liðið lagði Chelsea að velli í æfingaleik á sunnudaginn síðastliðinn.  

Kamil Gra­bara, markvörður Kaupmannahafnarliðsins, er að glíma við meiðsli og fram kemur í frétt Tipsbladet að félagið vilji fá Rúnar Alex til þess að fylla hans skarð.

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn hefur áður leikið í Danmörku en hann var á mála hjá Nord­sjæl­land frá 2014 til 2018. 

Verði af félagaskiptunum yrði Rúnar Alex liðsfélagi Hákons Arnar Haraldrsson, Ísaks Berg­manns Jóhannessonar og Orra Steins Óskars­sonar.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×