Búið að opna útsýnispallinn á Bolafjalli til bráðabirgða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2022 14:14 Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvíkur uppi á Bolafjalli með útsýnispallinn í baksýn. Vísir/Sigurjón Búið er að opna útsýnispallinn á Bolafjalli til bráðabirgða. Vegurinn sem liggur að útsýnispallinum, sem hefur verið í slæmu ásigkomulagi að undanförnu, var heflaður og rykbundinn í sumar svo aðkoman er orðin allt önnur. „Við erum ennþá í framkvæmdum og erum að ganga frá tengingunni frá fjallsbrún yfir í pallinn en við gerðum bráðabirgðainngang á pallinn við endann á pallinum. Svo gerðum við grindverk til að skerma af framkvæmdasvæðið. Gestir geta farið út á pallinn en það er ekki búið að sprengja blöðrur og brjóta kampavínsflöskur,“ segir Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvíkur í samtali við Vísi. Vegurinn upp á Bolafjall sé kominn í toppstand en viðhald vegarins gekk erfiðlega í vetur eins og Vísir fjallaði um fyrr í sumar. „Hann var heflaður núna í sumar og rykbundinn og settar stikur og gerðar lagfæringar á honum. Hann er í toppstandi. Þetta er ekki ártúnsbrekkan en miðað við malarveg þá er þetta með betri malarvegum sem ég hef kynnst um æfina,“ segir Jón. Pallurinn hefur verið umtalaður en Gulli Byggir fékk að fylgjast með framkvæmdunum við útsýnispallinn. Verkið kláraðist ekki í þættinum í gær en pallurinn var komin upp undir lok þáttarins og átti aðeins eftir að klára hann í heild sinni. Þátturinn var sýndur á Stöð 2 í október 2021 en nú er hægt að sjá þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Útsýnispallur á Bolafjalli Bolungarvík Gulli byggir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Útsýnispallur á Bolafjalli opni vonandi á næstunni Útsýnispallur á Bolafjalli hefur ekki enn opnað sökum þess að öryggismál á pallinum eru ekki fyllilega frágengin. Bæjarstjóri Bolungarvíkur segir lokafrágang á pallinum hefjast í næstu viku og hann opni í kjölfarið. Viðhald á veginum upp á fjallið hefur einnig gengið erfiðlega í vetur en Landhelgisgæslan fer með umsjá hans. 16. júní 2022 13:02 Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur. 25. október 2021 12:31 Útsýnispallur leiði ferðafólk í kaffi og kleinur í Skálavík Eigendur eyðijarðar í Skálavík, vestan Bolungarvíkur, sjá fram á að útsýnispallurinn á Bolafjalli komi til með að hafa svo mikið aðdráttarafl að grundvöllur verði til að opna kaffihús. Bóndabær, sem fór í eyði fyrir hartnær sextíu árum, muni þannig lifna við. 20. október 2021 22:11 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
„Við erum ennþá í framkvæmdum og erum að ganga frá tengingunni frá fjallsbrún yfir í pallinn en við gerðum bráðabirgðainngang á pallinn við endann á pallinum. Svo gerðum við grindverk til að skerma af framkvæmdasvæðið. Gestir geta farið út á pallinn en það er ekki búið að sprengja blöðrur og brjóta kampavínsflöskur,“ segir Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvíkur í samtali við Vísi. Vegurinn upp á Bolafjall sé kominn í toppstand en viðhald vegarins gekk erfiðlega í vetur eins og Vísir fjallaði um fyrr í sumar. „Hann var heflaður núna í sumar og rykbundinn og settar stikur og gerðar lagfæringar á honum. Hann er í toppstandi. Þetta er ekki ártúnsbrekkan en miðað við malarveg þá er þetta með betri malarvegum sem ég hef kynnst um æfina,“ segir Jón. Pallurinn hefur verið umtalaður en Gulli Byggir fékk að fylgjast með framkvæmdunum við útsýnispallinn. Verkið kláraðist ekki í þættinum í gær en pallurinn var komin upp undir lok þáttarins og átti aðeins eftir að klára hann í heild sinni. Þátturinn var sýndur á Stöð 2 í október 2021 en nú er hægt að sjá þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Útsýnispallur á Bolafjalli Bolungarvík Gulli byggir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Útsýnispallur á Bolafjalli opni vonandi á næstunni Útsýnispallur á Bolafjalli hefur ekki enn opnað sökum þess að öryggismál á pallinum eru ekki fyllilega frágengin. Bæjarstjóri Bolungarvíkur segir lokafrágang á pallinum hefjast í næstu viku og hann opni í kjölfarið. Viðhald á veginum upp á fjallið hefur einnig gengið erfiðlega í vetur en Landhelgisgæslan fer með umsjá hans. 16. júní 2022 13:02 Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur. 25. október 2021 12:31 Útsýnispallur leiði ferðafólk í kaffi og kleinur í Skálavík Eigendur eyðijarðar í Skálavík, vestan Bolungarvíkur, sjá fram á að útsýnispallurinn á Bolafjalli komi til með að hafa svo mikið aðdráttarafl að grundvöllur verði til að opna kaffihús. Bóndabær, sem fór í eyði fyrir hartnær sextíu árum, muni þannig lifna við. 20. október 2021 22:11 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Útsýnispallur á Bolafjalli opni vonandi á næstunni Útsýnispallur á Bolafjalli hefur ekki enn opnað sökum þess að öryggismál á pallinum eru ekki fyllilega frágengin. Bæjarstjóri Bolungarvíkur segir lokafrágang á pallinum hefjast í næstu viku og hann opni í kjölfarið. Viðhald á veginum upp á fjallið hefur einnig gengið erfiðlega í vetur en Landhelgisgæslan fer með umsjá hans. 16. júní 2022 13:02
Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur. 25. október 2021 12:31
Útsýnispallur leiði ferðafólk í kaffi og kleinur í Skálavík Eigendur eyðijarðar í Skálavík, vestan Bolungarvíkur, sjá fram á að útsýnispallurinn á Bolafjalli komi til með að hafa svo mikið aðdráttarafl að grundvöllur verði til að opna kaffihús. Bóndabær, sem fór í eyði fyrir hartnær sextíu árum, muni þannig lifna við. 20. október 2021 22:11