Útsýnispallur leiði ferðafólk í kaffi og kleinur í Skálavík Kristján Már Unnarsson skrifar 20. október 2021 22:11 Feðginin Hafþór Gunnarsson og Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir við eyðibýlið í Skálavík. Arnar Halldórsson Eigendur eyðijarðar í Skálavík, vestan Bolungarvíkur, sjá fram á að útsýnispallurinn á Bolafjalli komi til með að hafa svo mikið aðdráttarafl að grundvöllur verði til að opna kaffihús. Bóndabær, sem fór í eyði fyrir hartnær sextíu árum, muni þannig lifna við. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir úr Skálavík. Smíði útsýnispallsins hefur vakið mikla athygli en núna er stefnt á að hann verði opnaður næsta sumar. Af Bolafjalli er stutt niður í Skálavík en þar hittum við feðginin Hafþór Gunnarsson, eiganda Minnibakka, og Guðbjörgu dóttur hans, sem er forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur. Minnibakki er á sjávarbakkanum í Skálavík.Arnar Halldórsson „Miðað við þá aðsókn sem hefur verið meðan á smíðinni stendur þá kemur til með að fjölga allverulega ferðamönnum hérna vestur. Og það er mikið aðdráttarafl, þessi pallur. Og hann leiðir eitthvað því að fólk sem fer upp á Bolafjall sér hérna niður í Skálavíkina,“ segir Hafþór, sem er pípulagningameistari og fréttaritari Stöðvar 2. Bærinn Minnibakki. Fjallið Öskubakur í baksýn. Handan við það er Galtarviti.Arnar Halldórsson „Athyglin sem þessi framkvæmd hefur fengið bara nú þegar, og hann er ekki tilbúinn, er gígantísk,“ segir Guðbjörg Stefanía, sem jafnframt er leikskólakennari í Bolungarvík. „Og þá er það spurning: Hvar getur það fengið sér kaffi og kleinur? Það er náttúrlega hér á Minnibakka,“ segir Hafþór. Íbúðarhúsið er frá árinu 1906. Þar var búið til ársins 1964.Arnar Halldórsson Íbúðarhúsið á Minnibakka var reist árið 1906 en jörðin fór í eyði árið 1964, sú síðasta í Skálavík. Þau feðginin taka fram að mikið þurfi að gera fyrir húsið en draumurinn sé að geta opnað næsta sumar, þó ekki væri nema fyrir hópa. „Ferðamennskan snýst um það að stoppa ferðamenn. Og það gæti átt heima hér,“ segir Hafþór. Stór salur er í fyrrum útihúsi, sambyggðu íbúðarhúsinu á Minnibakka.Arnar Halldórsson Guðbjörg leggur áherslu á að það sé íbúanna í Bolungarvík að nýta þau tækifæri sem pallurinn skapi. „Núna ættu þeir að standa upp með jákvæðnina að vopni og finna segla hérna, enn frekar fyrir ferðamenn.“ -Þannig að það verði ekki bara Ísfirðingar og Ísafjarðarkaupstaður sem græði? „Nei, við viljum líka græða,“ svarar Guðbjörg og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bolungarvík Ferðamennska á Íslandi Útsýnispallur á Bolafjalli Tengdar fréttir Oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við Aðstandendur útsýnispallsins á Bolafjalli voru oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við byggingu pallsins, að sögn bæjarstjóra Bolungarvíkur. En ástríðan fyrir verkefninu trompaði öll bakslög og nú er pallurinn nánast tilbúinn. 13. september 2021 20:30 Stórum áfanga náð á útsýnispallinum á Bolafjalli Það er að koma lokamynd á útsýnispallinn á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík. Pallurinn opnar í haust, aðeins tveimur árum eftir að hugmyndin kom fyrst upp. 26. ágúst 2021 09:29 Á hengiflugi í hlíðum Bolafjalls Þessa dagana er unnið að undirbúningi uppsetningar á einum magnaðasta útsýnispalli landsins á tindi Bolafjalls. Pallurinn verður tilbúinn seinnipart næsta sumars eða í haustbyrjun. 2. ágúst 2020 20:01 Reikna með tugþúsundum á útsýnispall í háloftunum í Bolungarvík Bolvíkingar eiga von á því að tugir þúsunda ferðamanna muni nýta sér útsýnispall á Bolafjalli í Bolungarvík. 7. febrúar 2019 15:45 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir úr Skálavík. Smíði útsýnispallsins hefur vakið mikla athygli en núna er stefnt á að hann verði opnaður næsta sumar. Af Bolafjalli er stutt niður í Skálavík en þar hittum við feðginin Hafþór Gunnarsson, eiganda Minnibakka, og Guðbjörgu dóttur hans, sem er forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur. Minnibakki er á sjávarbakkanum í Skálavík.Arnar Halldórsson „Miðað við þá aðsókn sem hefur verið meðan á smíðinni stendur þá kemur til með að fjölga allverulega ferðamönnum hérna vestur. Og það er mikið aðdráttarafl, þessi pallur. Og hann leiðir eitthvað því að fólk sem fer upp á Bolafjall sér hérna niður í Skálavíkina,“ segir Hafþór, sem er pípulagningameistari og fréttaritari Stöðvar 2. Bærinn Minnibakki. Fjallið Öskubakur í baksýn. Handan við það er Galtarviti.Arnar Halldórsson „Athyglin sem þessi framkvæmd hefur fengið bara nú þegar, og hann er ekki tilbúinn, er gígantísk,“ segir Guðbjörg Stefanía, sem jafnframt er leikskólakennari í Bolungarvík. „Og þá er það spurning: Hvar getur það fengið sér kaffi og kleinur? Það er náttúrlega hér á Minnibakka,“ segir Hafþór. Íbúðarhúsið er frá árinu 1906. Þar var búið til ársins 1964.Arnar Halldórsson Íbúðarhúsið á Minnibakka var reist árið 1906 en jörðin fór í eyði árið 1964, sú síðasta í Skálavík. Þau feðginin taka fram að mikið þurfi að gera fyrir húsið en draumurinn sé að geta opnað næsta sumar, þó ekki væri nema fyrir hópa. „Ferðamennskan snýst um það að stoppa ferðamenn. Og það gæti átt heima hér,“ segir Hafþór. Stór salur er í fyrrum útihúsi, sambyggðu íbúðarhúsinu á Minnibakka.Arnar Halldórsson Guðbjörg leggur áherslu á að það sé íbúanna í Bolungarvík að nýta þau tækifæri sem pallurinn skapi. „Núna ættu þeir að standa upp með jákvæðnina að vopni og finna segla hérna, enn frekar fyrir ferðamenn.“ -Þannig að það verði ekki bara Ísfirðingar og Ísafjarðarkaupstaður sem græði? „Nei, við viljum líka græða,“ svarar Guðbjörg og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bolungarvík Ferðamennska á Íslandi Útsýnispallur á Bolafjalli Tengdar fréttir Oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við Aðstandendur útsýnispallsins á Bolafjalli voru oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við byggingu pallsins, að sögn bæjarstjóra Bolungarvíkur. En ástríðan fyrir verkefninu trompaði öll bakslög og nú er pallurinn nánast tilbúinn. 13. september 2021 20:30 Stórum áfanga náð á útsýnispallinum á Bolafjalli Það er að koma lokamynd á útsýnispallinn á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík. Pallurinn opnar í haust, aðeins tveimur árum eftir að hugmyndin kom fyrst upp. 26. ágúst 2021 09:29 Á hengiflugi í hlíðum Bolafjalls Þessa dagana er unnið að undirbúningi uppsetningar á einum magnaðasta útsýnispalli landsins á tindi Bolafjalls. Pallurinn verður tilbúinn seinnipart næsta sumars eða í haustbyrjun. 2. ágúst 2020 20:01 Reikna með tugþúsundum á útsýnispall í háloftunum í Bolungarvík Bolvíkingar eiga von á því að tugir þúsunda ferðamanna muni nýta sér útsýnispall á Bolafjalli í Bolungarvík. 7. febrúar 2019 15:45 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við Aðstandendur útsýnispallsins á Bolafjalli voru oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við byggingu pallsins, að sögn bæjarstjóra Bolungarvíkur. En ástríðan fyrir verkefninu trompaði öll bakslög og nú er pallurinn nánast tilbúinn. 13. september 2021 20:30
Stórum áfanga náð á útsýnispallinum á Bolafjalli Það er að koma lokamynd á útsýnispallinn á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík. Pallurinn opnar í haust, aðeins tveimur árum eftir að hugmyndin kom fyrst upp. 26. ágúst 2021 09:29
Á hengiflugi í hlíðum Bolafjalls Þessa dagana er unnið að undirbúningi uppsetningar á einum magnaðasta útsýnispalli landsins á tindi Bolafjalls. Pallurinn verður tilbúinn seinnipart næsta sumars eða í haustbyrjun. 2. ágúst 2020 20:01
Reikna með tugþúsundum á útsýnispall í háloftunum í Bolungarvík Bolvíkingar eiga von á því að tugir þúsunda ferðamanna muni nýta sér útsýnispall á Bolafjalli í Bolungarvík. 7. febrúar 2019 15:45