Útsýnispallur leiði ferðafólk í kaffi og kleinur í Skálavík Kristján Már Unnarsson skrifar 20. október 2021 22:11 Feðginin Hafþór Gunnarsson og Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir við eyðibýlið í Skálavík. Arnar Halldórsson Eigendur eyðijarðar í Skálavík, vestan Bolungarvíkur, sjá fram á að útsýnispallurinn á Bolafjalli komi til með að hafa svo mikið aðdráttarafl að grundvöllur verði til að opna kaffihús. Bóndabær, sem fór í eyði fyrir hartnær sextíu árum, muni þannig lifna við. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir úr Skálavík. Smíði útsýnispallsins hefur vakið mikla athygli en núna er stefnt á að hann verði opnaður næsta sumar. Af Bolafjalli er stutt niður í Skálavík en þar hittum við feðginin Hafþór Gunnarsson, eiganda Minnibakka, og Guðbjörgu dóttur hans, sem er forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur. Minnibakki er á sjávarbakkanum í Skálavík.Arnar Halldórsson „Miðað við þá aðsókn sem hefur verið meðan á smíðinni stendur þá kemur til með að fjölga allverulega ferðamönnum hérna vestur. Og það er mikið aðdráttarafl, þessi pallur. Og hann leiðir eitthvað því að fólk sem fer upp á Bolafjall sér hérna niður í Skálavíkina,“ segir Hafþór, sem er pípulagningameistari og fréttaritari Stöðvar 2. Bærinn Minnibakki. Fjallið Öskubakur í baksýn. Handan við það er Galtarviti.Arnar Halldórsson „Athyglin sem þessi framkvæmd hefur fengið bara nú þegar, og hann er ekki tilbúinn, er gígantísk,“ segir Guðbjörg Stefanía, sem jafnframt er leikskólakennari í Bolungarvík. „Og þá er það spurning: Hvar getur það fengið sér kaffi og kleinur? Það er náttúrlega hér á Minnibakka,“ segir Hafþór. Íbúðarhúsið er frá árinu 1906. Þar var búið til ársins 1964.Arnar Halldórsson Íbúðarhúsið á Minnibakka var reist árið 1906 en jörðin fór í eyði árið 1964, sú síðasta í Skálavík. Þau feðginin taka fram að mikið þurfi að gera fyrir húsið en draumurinn sé að geta opnað næsta sumar, þó ekki væri nema fyrir hópa. „Ferðamennskan snýst um það að stoppa ferðamenn. Og það gæti átt heima hér,“ segir Hafþór. Stór salur er í fyrrum útihúsi, sambyggðu íbúðarhúsinu á Minnibakka.Arnar Halldórsson Guðbjörg leggur áherslu á að það sé íbúanna í Bolungarvík að nýta þau tækifæri sem pallurinn skapi. „Núna ættu þeir að standa upp með jákvæðnina að vopni og finna segla hérna, enn frekar fyrir ferðamenn.“ -Þannig að það verði ekki bara Ísfirðingar og Ísafjarðarkaupstaður sem græði? „Nei, við viljum líka græða,“ svarar Guðbjörg og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bolungarvík Ferðamennska á Íslandi Útsýnispallur á Bolafjalli Tengdar fréttir Oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við Aðstandendur útsýnispallsins á Bolafjalli voru oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við byggingu pallsins, að sögn bæjarstjóra Bolungarvíkur. En ástríðan fyrir verkefninu trompaði öll bakslög og nú er pallurinn nánast tilbúinn. 13. september 2021 20:30 Stórum áfanga náð á útsýnispallinum á Bolafjalli Það er að koma lokamynd á útsýnispallinn á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík. Pallurinn opnar í haust, aðeins tveimur árum eftir að hugmyndin kom fyrst upp. 26. ágúst 2021 09:29 Á hengiflugi í hlíðum Bolafjalls Þessa dagana er unnið að undirbúningi uppsetningar á einum magnaðasta útsýnispalli landsins á tindi Bolafjalls. Pallurinn verður tilbúinn seinnipart næsta sumars eða í haustbyrjun. 2. ágúst 2020 20:01 Reikna með tugþúsundum á útsýnispall í háloftunum í Bolungarvík Bolvíkingar eiga von á því að tugir þúsunda ferðamanna muni nýta sér útsýnispall á Bolafjalli í Bolungarvík. 7. febrúar 2019 15:45 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir úr Skálavík. Smíði útsýnispallsins hefur vakið mikla athygli en núna er stefnt á að hann verði opnaður næsta sumar. Af Bolafjalli er stutt niður í Skálavík en þar hittum við feðginin Hafþór Gunnarsson, eiganda Minnibakka, og Guðbjörgu dóttur hans, sem er forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur. Minnibakki er á sjávarbakkanum í Skálavík.Arnar Halldórsson „Miðað við þá aðsókn sem hefur verið meðan á smíðinni stendur þá kemur til með að fjölga allverulega ferðamönnum hérna vestur. Og það er mikið aðdráttarafl, þessi pallur. Og hann leiðir eitthvað því að fólk sem fer upp á Bolafjall sér hérna niður í Skálavíkina,“ segir Hafþór, sem er pípulagningameistari og fréttaritari Stöðvar 2. Bærinn Minnibakki. Fjallið Öskubakur í baksýn. Handan við það er Galtarviti.Arnar Halldórsson „Athyglin sem þessi framkvæmd hefur fengið bara nú þegar, og hann er ekki tilbúinn, er gígantísk,“ segir Guðbjörg Stefanía, sem jafnframt er leikskólakennari í Bolungarvík. „Og þá er það spurning: Hvar getur það fengið sér kaffi og kleinur? Það er náttúrlega hér á Minnibakka,“ segir Hafþór. Íbúðarhúsið er frá árinu 1906. Þar var búið til ársins 1964.Arnar Halldórsson Íbúðarhúsið á Minnibakka var reist árið 1906 en jörðin fór í eyði árið 1964, sú síðasta í Skálavík. Þau feðginin taka fram að mikið þurfi að gera fyrir húsið en draumurinn sé að geta opnað næsta sumar, þó ekki væri nema fyrir hópa. „Ferðamennskan snýst um það að stoppa ferðamenn. Og það gæti átt heima hér,“ segir Hafþór. Stór salur er í fyrrum útihúsi, sambyggðu íbúðarhúsinu á Minnibakka.Arnar Halldórsson Guðbjörg leggur áherslu á að það sé íbúanna í Bolungarvík að nýta þau tækifæri sem pallurinn skapi. „Núna ættu þeir að standa upp með jákvæðnina að vopni og finna segla hérna, enn frekar fyrir ferðamenn.“ -Þannig að það verði ekki bara Ísfirðingar og Ísafjarðarkaupstaður sem græði? „Nei, við viljum líka græða,“ svarar Guðbjörg og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bolungarvík Ferðamennska á Íslandi Útsýnispallur á Bolafjalli Tengdar fréttir Oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við Aðstandendur útsýnispallsins á Bolafjalli voru oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við byggingu pallsins, að sögn bæjarstjóra Bolungarvíkur. En ástríðan fyrir verkefninu trompaði öll bakslög og nú er pallurinn nánast tilbúinn. 13. september 2021 20:30 Stórum áfanga náð á útsýnispallinum á Bolafjalli Það er að koma lokamynd á útsýnispallinn á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík. Pallurinn opnar í haust, aðeins tveimur árum eftir að hugmyndin kom fyrst upp. 26. ágúst 2021 09:29 Á hengiflugi í hlíðum Bolafjalls Þessa dagana er unnið að undirbúningi uppsetningar á einum magnaðasta útsýnispalli landsins á tindi Bolafjalls. Pallurinn verður tilbúinn seinnipart næsta sumars eða í haustbyrjun. 2. ágúst 2020 20:01 Reikna með tugþúsundum á útsýnispall í háloftunum í Bolungarvík Bolvíkingar eiga von á því að tugir þúsunda ferðamanna muni nýta sér útsýnispall á Bolafjalli í Bolungarvík. 7. febrúar 2019 15:45 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við Aðstandendur útsýnispallsins á Bolafjalli voru oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við byggingu pallsins, að sögn bæjarstjóra Bolungarvíkur. En ástríðan fyrir verkefninu trompaði öll bakslög og nú er pallurinn nánast tilbúinn. 13. september 2021 20:30
Stórum áfanga náð á útsýnispallinum á Bolafjalli Það er að koma lokamynd á útsýnispallinn á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík. Pallurinn opnar í haust, aðeins tveimur árum eftir að hugmyndin kom fyrst upp. 26. ágúst 2021 09:29
Á hengiflugi í hlíðum Bolafjalls Þessa dagana er unnið að undirbúningi uppsetningar á einum magnaðasta útsýnispalli landsins á tindi Bolafjalls. Pallurinn verður tilbúinn seinnipart næsta sumars eða í haustbyrjun. 2. ágúst 2020 20:01
Reikna með tugþúsundum á útsýnispall í háloftunum í Bolungarvík Bolvíkingar eiga von á því að tugir þúsunda ferðamanna muni nýta sér útsýnispall á Bolafjalli í Bolungarvík. 7. febrúar 2019 15:45
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?