Lífið

Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gulli Byggir fylgdist með ferlinu frá a-ö.
Gulli Byggir fylgdist með ferlinu frá a-ö.

Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur.

Verkefnið er ótrúlega stórt og mikið og koma margar hendur að. Pallurinn er samstarfsverkefni þriggja arkitektastofa, Sei, Argus og Landmótun.

Bolafjall er 638 metra hátt sama og 8 og hálf Hallgrímskirkja. Gulli fékk að fylgjast ítarlega með því hvernig pallinum var komið fyrir fyrir vestan.

Verkið kláraðist ekki í þættinum í gær en pallurinn var komin upp undir lok þáttarins og átti aðeins eftir að klára hann í heild sinni.

Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins en  allir þættirnir af Gulla Byggi er ávallt aðgengilegir inni á Stöð 2+  og er hægt að sjá þáttinn í heild sinni.

Klippa: Útsýnispallurinn á Bolafjalli
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.