Algerlega áfengis- og vímuefnalaus útihátíð um verslunarmannahelgi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júlí 2022 06:30 Hátiðin fer fram á Skógum á Suðurlandi. Aðsend SÁÁ hefur blásið til fjölskylduhátíðar á Skógum um verslunarmannahelgi. Hátíðin er frábrugðin flestum öðrum þeim sem fram fara um helgina, enda verður áfengi ekki haft um hönd. Skipuleggjandi á von á því að allt að þúsund manns taki þátt í gleðinni. Margir sem sækja hátíðir víða um land um Verslunarmannahelgina gera það með áfengi við hönd, og sumir jafnvel með aðra vímugjafa. Slíkt verður hins vegar ekki í boði á fjölskylduhátíðinni Skógum sem SÁÁ stendur að. Eins og nafn hátíðarinnar gefur til kynna verður hátíðin haldin á Skógum á Suðurlandi. Skipuleggjendur búast við um sjöhundruðogfimmtíu til þúsund manns yfir helgina og telja Skóga tilvalinn stað fyrir hátíð sem þessa. „Þetta er alveg stórkostlegt svæði og svona margt hægt að gera þarna í kring, þannig að okkur fannst tilvalið að halda hátíðina okkar þarna,“ segir Stefán Pálsson hjá SÁÁ, en hann er einn þeirra sem fer með skipulagningu hátíðarinnar. „Síðan erum við náttúrulega með dagskrá alla dagana, föstudag laugardag og sunnudag. Það er bæði yfir kvöldið og daginn. Þannig að við erum bara full tillökkunar.“ Stefán Pálsson hjá SÁÁ er á meðal þeirra sem skipuleggja fjölskylduhátíðina Skóga.Aðsend Líkt og áður sagði verða engir vímugjafar leyfðir á hátíðinni. „Það er skilyrði að það sé ekki með. Við viljum bara skemmta okkur án áfengis og vímuefna, og það er alveg hægt. Það er skilyrði fyrir því, það verður ekki áfengi eða vímuefni á svæðinu.“ SÁÁ hefur áður haldið hátíðir um verslunarmannahelgi, síðast fyrir tólf árum. „Þannig að við erum kannski að starta þessu eftir dálítið hlé og rennum kannski blint í sjóinn með mætingu. En það hafa verið góð viðbrögð við þessu og mikið um fyrirspurnir. Það verður bara spennandi að sjá hvort landinn taki þessu ekki vel,“ segir Stefán. Fíkn Rangárþing eystra Félagasamtök Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Margir sem sækja hátíðir víða um land um Verslunarmannahelgina gera það með áfengi við hönd, og sumir jafnvel með aðra vímugjafa. Slíkt verður hins vegar ekki í boði á fjölskylduhátíðinni Skógum sem SÁÁ stendur að. Eins og nafn hátíðarinnar gefur til kynna verður hátíðin haldin á Skógum á Suðurlandi. Skipuleggjendur búast við um sjöhundruðogfimmtíu til þúsund manns yfir helgina og telja Skóga tilvalinn stað fyrir hátíð sem þessa. „Þetta er alveg stórkostlegt svæði og svona margt hægt að gera þarna í kring, þannig að okkur fannst tilvalið að halda hátíðina okkar þarna,“ segir Stefán Pálsson hjá SÁÁ, en hann er einn þeirra sem fer með skipulagningu hátíðarinnar. „Síðan erum við náttúrulega með dagskrá alla dagana, föstudag laugardag og sunnudag. Það er bæði yfir kvöldið og daginn. Þannig að við erum bara full tillökkunar.“ Stefán Pálsson hjá SÁÁ er á meðal þeirra sem skipuleggja fjölskylduhátíðina Skóga.Aðsend Líkt og áður sagði verða engir vímugjafar leyfðir á hátíðinni. „Það er skilyrði að það sé ekki með. Við viljum bara skemmta okkur án áfengis og vímuefna, og það er alveg hægt. Það er skilyrði fyrir því, það verður ekki áfengi eða vímuefni á svæðinu.“ SÁÁ hefur áður haldið hátíðir um verslunarmannahelgi, síðast fyrir tólf árum. „Þannig að við erum kannski að starta þessu eftir dálítið hlé og rennum kannski blint í sjóinn með mætingu. En það hafa verið góð viðbrögð við þessu og mikið um fyrirspurnir. Það verður bara spennandi að sjá hvort landinn taki þessu ekki vel,“ segir Stefán.
Fíkn Rangárþing eystra Félagasamtök Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent