Fótbolti

Luis Suárez heldur á heimahagana

Hjörvar Ólafsson skrifar
Luis Suarez kveður hér stuðningsmenn Atlético Madrid með fjölskyldu sinni. 
Luis Suarez kveður hér stuðningsmenn Atlético Madrid með fjölskyldu sinni.  Vísir/Getty

Luis Suárez er að semja við uppeldisfélag sitt, Nacional, sem spilar í efstu deild í Úrúgvæ. Suárez greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum í gærkvöldi.

Suárez var seldur frá Nacional til hollenska félagins Groningen árið 2006 en hann hefur leikið í 16 ár í Evrópu með Ajax, Liverpool, Barcelona og Atlético Madrid. 

Þessi 35 ára gamli framherji rann út á samningi hjá Atlético Madrid í sumar og var í kjölfarið orðaður við félög í MLS-deildinni, River Plate og nú síðast Borussia Dortmund. 

„Ég er nálægt því að ganga endanlega frá samningi mínum við Nacional og vonast til þess að klára þau smáatriði sem á eftir að semja um sem allra fyrst. 

Þetta er tilboð sem ég get ekki hafnað og ég er mjög spenntur að koma aftur á staðinn þar sem þetta byrjaði allt saman," sagði Suárez í myndskeiðinu þar sem hann færði stuðningsmönnum úrúgvæska félagsins þessi gleðitíðindi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×