Innlent

Helga ráðin hjúkrunar­deildar­stjóri á göngu- og sam­fé­lags­deild á Landa­koti

Bjarki Sigurðsson skrifar
Helga Atladóttir er nýr hjúkrunardeildarstjóri á göngu- og samfélagsdeild á Landakoti.
Helga Atladóttir er nýr hjúkrunardeildarstjóri á göngu- og samfélagsdeild á Landakoti. Landspítalinn

Helga Atladóttir hefur verið ráðin hjúkrunardeildarstjóri á göngu- og samfélagsdeild á Landakoti. Á deildinni fer fram greining, meðferð, ráðgjöf, eftirlit og vísindarannsóknir en eldra fólki sem glímir við langvarandi heilsubrest og versnandi færni er vísað á deildina.

Helga lauk BSc-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2000 og MSc-prófi í hjúkrunarstjórnun frá sama skóla árið 2011.

Hún hefur síðustu sex ár starfað sem hjúkrunarfræðingur hjá Landspítalanum en þar áður starfaði hún í heimahjúkrun og á endurhæfingardeild í Þýskalandi. Þá starfaði hún um tíma sem hjúkrunarforstjóri á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili Akraness.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×