Umfjöllun: The New Saints - Víkingur 0-0 | Ekkert vesen hjá Víkingum

Víkingur er í kjörstöðu fyrir síðari leik liðanna.
Víkingur er í kjörstöðu fyrir síðari leik liðanna. Vísir/Hulda Margrét

Íslandsmeistarar Víkings gerðu það sem gera þurfti þegar liðið heimsótti velska liðið The New Saints, TNS, í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu.

Víkingur vann fyrri leikinn með tveimur mörkum gegn engu en þar var það Kristall Máni Ingason sem skoraði bæði mörkin úr vítaspyrnum. 

Liðin gerðu svo markalaust jafntefli í leik sínum í Wales í kvöld og Víkingur fer því á sannfærandi hátt í næstu umferð undankeppninnar. Þar mætir Víkingur að öllum líkindum pólska liðinu Lech Poznan. 

Velska liðið náði ekki að velgja Víkingi undir uggum

Kyle McLagan, Oliver Ekroth og Júlíus Magnússon komust næst því að koma Víkingi yfir eftir hornspyrnur Loga Tómassonar í fyrri hálfleik. 

Kristall Máni var svo skeinuhættur framan af seinni hálfleik og Nikolaj Hansen var aðgangsharður upp við mark heimamanna eftir að hann kom inná sem varamaður um miðjan hálfleikinn. 

Velska liðið náði aldrei að setja Víkinga undir almennilega pressu og það var sjaldan sem Ingvar Jónsson þurfti að taka á honum stóra sínum. 

Því fór púlsinn líklega aldrei mjög hátt hjá Víkingum í þessum leik og þægilegur leikur að baki hjá lærisveinum Arnars Bergmanns Gunnlaugssonar. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira