Ekki á borðinu að bæta við kvótann í sumar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. júlí 2022 12:01 Svandís segist skilja strandveiðimenn á Norður- og Austurlandi vel og það sé hennar ætlun að útrýma ójöfnuði í strandveiðikerfinu með frumvarpi á næsta þingi. vísir/vilhelm Ekki kemur til greina að bæta við þorskkvótann í sumar til að lengja strandveiðitímabilið að sögn matvælaráðherra. Því lauk fyrir helgi og eru strandveiðimenn á Austurlandi afar ósáttir með að þeir hafi lítið fengið að nýta hann. Strandveiðitímabilinu lauk síðasta fimmtudag þegar allur þorskkvóti tímabilsins kláraðist. Samtals voru ríflega ellefu þúsund tonn af þorski veidd á tímabilinu. „Þetta er mesta magn frá upphafi sem fer í strandveiðar og mesta virði sem fæst fyrir aflann í strandveiðum frá upphafi. Þannig að það er jákvætt en við sitjum eftir sem áður uppi með það að tímabilið er stutt og mætti svo sannarlega vera lengra en það er lengri tíma mál að koma því í kring,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Ósáttir strandveiðimenn Strandveiðimenn á Norður- og Austurlandi eru gríðarlega ósáttir en stærsti þorskurinn gengur fyrst á Vesturlandið og er fyrst nú að færast yfir á Austurland. Þeir verða því af verðmætasta fiskinum. „Þegar hann er orðinn stór og öflugur þá er einfaldlega tíminn búinn fyrir norðan og austan. Þetta þarf að endurskoða og ég hef boðað það að ég muni koma með frumvarp þess efnis fyrir þingið að taka upp svæðaskiptinguna aftur með það að markmiði að auka jöfnuð milli landsvæða,“ segir Svandís. Hún greindi fyrr í mánuðinum frá þessum áformum sínum en með frumvarpinu yrði lagt til að hverfa aftur til fyrra kerfis um svæðisskiptan kvóta, svo allir strandveiðimenn landsins veiði ekki úr sama potti eins og nú og strandveiðimenn á Austurlandi verði af besta fiskinum. Í frumvarpinu hyggst hún skipta kvótanum niður eftir fjölda báta á hverju svæði fyrir sig. Strandveiðimenn á Austurlandi hafa kallað eftir því að ráðherrann bregðist við ástandinu í sumar og auki við kvótann strax. „Það eru ekki mörg spil sem ég hef á hendi en mér finnst það skipta mjög miklu máli að þessir aðilar viti hvert minn hugur stefnir og að mitt markmið er að jafna þessa aðstöðu eins og nokkurs er kostur. Það að grípa til ráðstafana núna á næstu vikum og mánuðum er ekki eitthvað sem er á borðinu,“ segir Svandís. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira
Strandveiðitímabilinu lauk síðasta fimmtudag þegar allur þorskkvóti tímabilsins kláraðist. Samtals voru ríflega ellefu þúsund tonn af þorski veidd á tímabilinu. „Þetta er mesta magn frá upphafi sem fer í strandveiðar og mesta virði sem fæst fyrir aflann í strandveiðum frá upphafi. Þannig að það er jákvætt en við sitjum eftir sem áður uppi með það að tímabilið er stutt og mætti svo sannarlega vera lengra en það er lengri tíma mál að koma því í kring,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Ósáttir strandveiðimenn Strandveiðimenn á Norður- og Austurlandi eru gríðarlega ósáttir en stærsti þorskurinn gengur fyrst á Vesturlandið og er fyrst nú að færast yfir á Austurland. Þeir verða því af verðmætasta fiskinum. „Þegar hann er orðinn stór og öflugur þá er einfaldlega tíminn búinn fyrir norðan og austan. Þetta þarf að endurskoða og ég hef boðað það að ég muni koma með frumvarp þess efnis fyrir þingið að taka upp svæðaskiptinguna aftur með það að markmiði að auka jöfnuð milli landsvæða,“ segir Svandís. Hún greindi fyrr í mánuðinum frá þessum áformum sínum en með frumvarpinu yrði lagt til að hverfa aftur til fyrra kerfis um svæðisskiptan kvóta, svo allir strandveiðimenn landsins veiði ekki úr sama potti eins og nú og strandveiðimenn á Austurlandi verði af besta fiskinum. Í frumvarpinu hyggst hún skipta kvótanum niður eftir fjölda báta á hverju svæði fyrir sig. Strandveiðimenn á Austurlandi hafa kallað eftir því að ráðherrann bregðist við ástandinu í sumar og auki við kvótann strax. „Það eru ekki mörg spil sem ég hef á hendi en mér finnst það skipta mjög miklu máli að þessir aðilar viti hvert minn hugur stefnir og að mitt markmið er að jafna þessa aðstöðu eins og nokkurs er kostur. Það að grípa til ráðstafana núna á næstu vikum og mánuðum er ekki eitthvað sem er á borðinu,“ segir Svandís.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira