Fótbolti

Hyggjast taka harðar á ólátum áhorfenda

Valur Páll Eiríksson skrifar
Stuðningsmenn Everton tóku yfir Goodison Park eftir leik liðsins við Crystal Palace á síðustu leiktíð.
Stuðningsmenn Everton tóku yfir Goodison Park eftir leik liðsins við Crystal Palace á síðustu leiktíð. Visionhaus/Getty Images

Enska knattspyrnusambandið og enska úrvalsdeildin hafa kynnt nýjar reglur sem ætlað er að temja ólátahegðun áhorfenda. Töluvert var um að stuðningsmenn stormuðu inn á velli á Englandi í lok leikja á síðustu leiktíð.

Patrick Vieira, þjálfari Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni, er á meðal þeirra sem varð fyrir barðinu á ólátum stuðningsmanna þegar Goodison Park, heimavöllur Everton, fylltist af fólki eftir leik Everton við Palace.

Billy Sharp, aðstoðarþjálfari Sheffield United, var þá skallaður í andlitið af stuðningsmanni Nottingham Forest eftir leik liðanna í Championship-deildinni. Sá stuðningsmaður var dæmdur í 24 vikna fangelsi.

Töluvert var um slíka tilburði á leikjum í ensku deildunum í fyrra og nú hefur enska knattspyrnusambandið, í samstarfi við deildirnar í landinu, kynnt harðara regluverk til sögunnar sem ætlað er að vinna gegn ólátum áhorfenda.

Fótboltaaðdáendur munu nú fá sjálfkrafa bann frá liði sínu ef þeir hlaupa inn á völlinn. Það sama má segja um notkun blysa eða reyksprengja, kynþáttaníð eða aðra hatursfulla orðræðu, eiturlyfjanotkun og þá er einnig tekið harðar á því að fleygja hlutum úr stúkunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×