Gustar um De Ligt: Var hann slakur eða Juventus? Valur Páll Eiríksson skrifar 26. júlí 2022 11:00 De Ligt hafði ekki mikið fyrir hlutunum á æfingum Juventus ef marka má nýjan þjálfara hans. Daniele Badolato - Juventus FC/Juventus FC via Getty Images Það gustar um hollenska miðvörðinn Matthijs De Ligt sem gekk nýverið í raðir Bayern München frá Juventus á Ítalíu. Nýr þjálfari hans Julian Nagelsmann segir æfingar hjá ítalska liðinu hafa verið slakar en fyrrum liðsfélagi hans gagnrýnir hugarfar kappans. De Ligt gekk í raðir Juventus fyrir sléttri viku og er þýska stórveldið talið hafa borgað um 70 milljónir evra fyrir kappann. Hann var á meðal heitari bita heimsfótboltans eftir gott gengi með Ajax þegar Juventus keypti hann fyrir hærri upphæð fyrir þremur árum. De Ligt var ætlað að fylla skarð Leonardo Bonucci og Giorgio Chiellini sem voru að komast á aldur en eftir Ítalíutitil á fyrstu leiktíð hans, hefur Juventus mistekist að vinna titilinn síðustu tvö ár. Bonucci kvaðst í vikunni ósáttur við ummæli sem De Ligt lét falla undir lok síðustu leiktíðar. „Brottför hans kemur mér ekki á óvart. Við vorum búnir að átta okkur á því út frá ummælum hans í viðtölum. Mér líður eins og hann hafi sýnt okkur vanvirðingu með ummælunum,“ „Við ræddum þetta undir fjögur augu eftir fríið og hann skildi mína hlið,“ sagði Bonucci. Slappar æfingar á Ítalíu Julian Nagelsmann, þjálfari Bayern, hefur nú skotið á móti á ítalska félagið. Hann segir De Ligt ekki þurft að hafa eins mikið fyrir hlutunum á æfingum öll sín ár á Ítalíu, líkt og hann gerir nú í Þýskalandi. „Ég ræddi við Matthijs eftir æfingu og hann sagði hana hafa verið þá erfiðustu sem hann hefði tekið þátt í síðustu fjögur ár. Þetta var vissulega erfið æfing - en ekki svo erfið,“ Juventus festi kaup á brasilíska miðverðinum Gleison Bremer frá nágrönnum sínum í Torino til að fylla í skarð De Ligt. Þá hafa Ángel Di María, frá PSG, og Paul Pogba, frá Manchester United, einnig gengið í raðir ítalska liðsins. Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
De Ligt gekk í raðir Juventus fyrir sléttri viku og er þýska stórveldið talið hafa borgað um 70 milljónir evra fyrir kappann. Hann var á meðal heitari bita heimsfótboltans eftir gott gengi með Ajax þegar Juventus keypti hann fyrir hærri upphæð fyrir þremur árum. De Ligt var ætlað að fylla skarð Leonardo Bonucci og Giorgio Chiellini sem voru að komast á aldur en eftir Ítalíutitil á fyrstu leiktíð hans, hefur Juventus mistekist að vinna titilinn síðustu tvö ár. Bonucci kvaðst í vikunni ósáttur við ummæli sem De Ligt lét falla undir lok síðustu leiktíðar. „Brottför hans kemur mér ekki á óvart. Við vorum búnir að átta okkur á því út frá ummælum hans í viðtölum. Mér líður eins og hann hafi sýnt okkur vanvirðingu með ummælunum,“ „Við ræddum þetta undir fjögur augu eftir fríið og hann skildi mína hlið,“ sagði Bonucci. Slappar æfingar á Ítalíu Julian Nagelsmann, þjálfari Bayern, hefur nú skotið á móti á ítalska félagið. Hann segir De Ligt ekki þurft að hafa eins mikið fyrir hlutunum á æfingum öll sín ár á Ítalíu, líkt og hann gerir nú í Þýskalandi. „Ég ræddi við Matthijs eftir æfingu og hann sagði hana hafa verið þá erfiðustu sem hann hefði tekið þátt í síðustu fjögur ár. Þetta var vissulega erfið æfing - en ekki svo erfið,“ Juventus festi kaup á brasilíska miðverðinum Gleison Bremer frá nágrönnum sínum í Torino til að fylla í skarð De Ligt. Þá hafa Ángel Di María, frá PSG, og Paul Pogba, frá Manchester United, einnig gengið í raðir ítalska liðsins.
Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira