Fótbolti

Reading kynnir nýja umhverfisvæna knattspyrnutreyju úr plastflöskum

Atli Arason skrifar
Reading vonast til þess að treyjan vekji athylgi og umræðu meðal knattspyrnu áhorfanda
Reading vonast til þess að treyjan vekji athylgi og umræðu meðal knattspyrnu áhorfanda Reading / Jason Dawson

Knattspyrnufélagið Reading á Englandi hefur vakið athygli fyrir nýju knattspyrnutreyju sína fyrir næsta leiktímabil. Treyjan er alfarið búin til úr endurunnum plastflöskum og getur sjálf verið endurunnin í framtíðinni. Ítalski fataframleiðandinn Macron sér um að framleiða treyjurnar.

Einn treyja er unninn úr 13 og hálfri eins lítra plastflöskum en félagið vil með þessu vekja áhuga stuðningsmanna liðsins sem og annara á loftslagsbreytingum. Á ermum treyjurnar er 151 lína en hver lína táknar meðalhitastig á jörðinni frá árinu 1871, árið sem félagið var stofnað.

Rauð lína táknar hita yfir meðaltali en blá lína þýðir hiti undir meðaltali.Reading

Bláu línurnar gefa til kynna að árið var kaldra en meðalhiti allra áranna 151 frá stofnun félagsins en rauðu litirnir gefa til kynna að árið var heitara en meðalhitinn á þessu tímabili.

„Við vonumst til þess að treyjan hvetji til fleiri umræður um loftslagsbreytingar á meðal stuðningsmanna,“ sagði Tim Kilpatrick, sölu- og markaðsstjóri Reading, í tilkynningu frá félaginu

„Við erum ekki fullkomin en þetta er upphaf einhverskonar ferðalags. Við erum ekki að reyna að breyta heiminum á einni nóttu. Við miðum af því að minnka okkar kolefnisfótspor sem fótboltaklúbbur og gefa stuðningsmönnum okkar tækifæri á því að koma með okkur í það ferðalag,“ bætti Kilpatrick við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×