Chambers tryggði lærisveinum Gerrards jafntefli gegn United Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2022 11:49 Chambers var hetja Villa-liðsins. Neville Williams/Aston Villa FC via Getty Images Manchester United mistókst að vinna fjórða leik sinn í röð á undirbúningstímabili liðsins. Callum Chambers tryggði Aston Villa 2-2 jafntefli með marki úr síðustu snertingu leiksins. United var töluvert sterkari aðilinn framan af leik og náði forystunni á 25. mínútu. Liðið átti þá laglega sókn þar sem Marcus Rashford fann Luke Shaw sem kom í utanáhlaup vinstra megin í vítateig Aston Villa. Shaw gaf boltann fyrir og fann Jadon Sancho einan á auðum sjó á markteig og honum var eftirleikurinn auðveldur er hann kom liðinu í forystu. A superb @Sanchooo10 volley opens the scoring in Perth! #MUFC || #MUTOUR22— Manchester United (@ManUtd) July 23, 2022 Sancho var aftur á ferðinni á 42. mínútu þegar hann fékk sendingu inn fyrir vörn Villa. Marcus Rashford veitti honum aðstoð og fyrirgjöf Sancho fann Rashford sem skaut boltanum í Matty Cash, varnarmann Villa, hvaðan boltinn fór í netið. 2-0 stóð því í hléi en eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik minnkaði Jamaíkumaðurinn Leon Bailey muninn fyrir Aston Villa með fallegu vinstri fótar skoti frá hægra horni vítateigsins eftir um 30 metra sprett upp hægri kantinn. 2-1 stóð fram á 93. mínútu þegar varnarmaðurinn Callum Chambers jafnaði fyrir Villa með skalla á markteig eftir hornspyrnu Bailey frá hægri. Varnarmenn United og David De Gea telja líklega að þeir hafi getað gert betur í markinu en um var að ræða síðustu snertingu leiksins og 2-2 jafntefli niðurstaðan. A stormy encounter so far! Here's how we gained a 2-goal advantage in today's friendly #MUFC || #MUTOUR22— Manchester United (@ManUtd) July 23, 2022 United hefur gert vel á undirbúningstímabilinu en um er að fyrsta leikinn sem liðinu mistekst að vinna. Liðið vann Liverpool 4-0 í Tælandi fyrir 4-1 sigur á Melbourne Victory og 3-1 sigur á Crystal Palace. Rauðu djöflarnir halda nú aftur til Evrópu eftir 12 daga túr um Asíu og Ástralíu en næsti leikur liðsins er við Atlético Madrid á Ullevaal-leikvanginum í Osló 30. júlí. Aston Villa, sem stýrt er af Steven Gerrard, vann 1-0 sigra á Leeds United og Brisbane Roar á Ástralíuferðalagi sínu en eiga einnig næsta leik sinn 30. júlí, þeirra síðasta á undirbúningstímabilinu, gegn Stade Rennais í Frakklandi. Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Sjá meira
United var töluvert sterkari aðilinn framan af leik og náði forystunni á 25. mínútu. Liðið átti þá laglega sókn þar sem Marcus Rashford fann Luke Shaw sem kom í utanáhlaup vinstra megin í vítateig Aston Villa. Shaw gaf boltann fyrir og fann Jadon Sancho einan á auðum sjó á markteig og honum var eftirleikurinn auðveldur er hann kom liðinu í forystu. A superb @Sanchooo10 volley opens the scoring in Perth! #MUFC || #MUTOUR22— Manchester United (@ManUtd) July 23, 2022 Sancho var aftur á ferðinni á 42. mínútu þegar hann fékk sendingu inn fyrir vörn Villa. Marcus Rashford veitti honum aðstoð og fyrirgjöf Sancho fann Rashford sem skaut boltanum í Matty Cash, varnarmann Villa, hvaðan boltinn fór í netið. 2-0 stóð því í hléi en eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik minnkaði Jamaíkumaðurinn Leon Bailey muninn fyrir Aston Villa með fallegu vinstri fótar skoti frá hægra horni vítateigsins eftir um 30 metra sprett upp hægri kantinn. 2-1 stóð fram á 93. mínútu þegar varnarmaðurinn Callum Chambers jafnaði fyrir Villa með skalla á markteig eftir hornspyrnu Bailey frá hægri. Varnarmenn United og David De Gea telja líklega að þeir hafi getað gert betur í markinu en um var að ræða síðustu snertingu leiksins og 2-2 jafntefli niðurstaðan. A stormy encounter so far! Here's how we gained a 2-goal advantage in today's friendly #MUFC || #MUTOUR22— Manchester United (@ManUtd) July 23, 2022 United hefur gert vel á undirbúningstímabilinu en um er að fyrsta leikinn sem liðinu mistekst að vinna. Liðið vann Liverpool 4-0 í Tælandi fyrir 4-1 sigur á Melbourne Victory og 3-1 sigur á Crystal Palace. Rauðu djöflarnir halda nú aftur til Evrópu eftir 12 daga túr um Asíu og Ástralíu en næsti leikur liðsins er við Atlético Madrid á Ullevaal-leikvanginum í Osló 30. júlí. Aston Villa, sem stýrt er af Steven Gerrard, vann 1-0 sigra á Leeds United og Brisbane Roar á Ástralíuferðalagi sínu en eiga einnig næsta leik sinn 30. júlí, þeirra síðasta á undirbúningstímabilinu, gegn Stade Rennais í Frakklandi.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Sjá meira