Ronaldo sagður vilja fara til Atlético Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2022 11:00 Ronaldo hefur ekki æft eða spilað með Manchester United á reisu þeirra um Asíu og Eyjaálfu. Bryn Lennon/Getty Images Cristiano Ronaldo er sagður skoða möguleikann á því að ganga í raðir Atlético Madrid. Hann eyddi níu leiktíðum hjá erkifjendum þeirra í Real Madrid. Vöngum hefur verið velt yfir framtíð portúgölsku goðsagnarinnar en endurkoma hans til Manchester United síðasta sumar hefur ekki verið eins og kappinn sá fyrir sér. Hann er nú sagður leita allra leiða til að komast burt frá félaginu eftir að Hollendingurinn Erik ten Hag tók við þjálfun liðsins í sumar. Þónokkur lið hafa verið orðuð við hann í sumar, sem ýmist hafa sagst ekki hafa áhuga eða hafa tæplega efni á afar háum launum Portúgalans. Þar á meðal eru bæði Barcelona og Chelsea. Breskir fjölmiðlar greina hins vegar frá því í dag að lausn gæti verið í augsýn. Diego Simeone, þjálfari Atlético Madrid, er sagður hafa auga á Ronaldo til að fylla skarð Luis Suárez, hjá félaginu, sem rann út á samningi fyrr í sumar. According to reports, Cristiano Ronaldo is open to joining Atletico Madrid — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 23, 2022 Ronaldo er sagður vera opinn fyrir möguleikanum að spila fyrir Atlético en hann vill spila fyrir félag í Meistaradeild Evrópu. Hann sé reiðubúinn að taka á sig launalækkun um 30 prósent til að freista þess að vinna Meistaradeildina með félaginu. Sá portúgalski mun þó þurfa að vinna fyrir því að ná stuðningsmönnum liðsins á sitt band en hann lék í níu ár með grönnunum í Real Madrid og var gjarn á að senda þeim tóninn. Á tíma sínum hjá Real var Atlético það lið sem Ronaldo skoraði flest mörk gegn og þá gerði hann grín að stuðningsmönnum liðsins þegar hann var leikmaður Juventus árið 2019. Eftir sigur ítalska liðsins á Madrídingum sýndi hann handabendingar sem gáfu í skyn að hann hafi unnið fimm Meistaradeildartitla en Atlético engan. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Sjá meira
Vöngum hefur verið velt yfir framtíð portúgölsku goðsagnarinnar en endurkoma hans til Manchester United síðasta sumar hefur ekki verið eins og kappinn sá fyrir sér. Hann er nú sagður leita allra leiða til að komast burt frá félaginu eftir að Hollendingurinn Erik ten Hag tók við þjálfun liðsins í sumar. Þónokkur lið hafa verið orðuð við hann í sumar, sem ýmist hafa sagst ekki hafa áhuga eða hafa tæplega efni á afar háum launum Portúgalans. Þar á meðal eru bæði Barcelona og Chelsea. Breskir fjölmiðlar greina hins vegar frá því í dag að lausn gæti verið í augsýn. Diego Simeone, þjálfari Atlético Madrid, er sagður hafa auga á Ronaldo til að fylla skarð Luis Suárez, hjá félaginu, sem rann út á samningi fyrr í sumar. According to reports, Cristiano Ronaldo is open to joining Atletico Madrid — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 23, 2022 Ronaldo er sagður vera opinn fyrir möguleikanum að spila fyrir Atlético en hann vill spila fyrir félag í Meistaradeild Evrópu. Hann sé reiðubúinn að taka á sig launalækkun um 30 prósent til að freista þess að vinna Meistaradeildina með félaginu. Sá portúgalski mun þó þurfa að vinna fyrir því að ná stuðningsmönnum liðsins á sitt band en hann lék í níu ár með grönnunum í Real Madrid og var gjarn á að senda þeim tóninn. Á tíma sínum hjá Real var Atlético það lið sem Ronaldo skoraði flest mörk gegn og þá gerði hann grín að stuðningsmönnum liðsins þegar hann var leikmaður Juventus árið 2019. Eftir sigur ítalska liðsins á Madrídingum sýndi hann handabendingar sem gáfu í skyn að hann hafi unnið fimm Meistaradeildartitla en Atlético engan.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti