Sjáðu mörkin, rauðu spjöldin, vítin og lætin þegar Blikar og Víkingar unnu Sindri Sverrisson skrifar 22. júlí 2022 14:25 Það var lítill vinskapur með leikmönnum Buducnost og Breiðabliks í gærkvöld og fróðlegt verður að fylgjast með seinni leik liðanna í Svartfjallalandi næsta fimmtudagskvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Breiðablik og Víkingur unnu bæði góða 2-0 sigra í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld. Hitinn var öllu meiri í Kópavogi en í Fossvogi og fór rauða spjaldið þrisvar á loft auk þess sem litlu munaði að upp úr syði í leikslok. Breiðablik vann Buducnost frá Svartfjallalandi og eins og fram hefur komið var framkoma gestanna ekki til fyrirmyndar. Þeir voru líka ósáttir við dómgæsluna í leiknum en tveir leikmenn Buducnost voru reknir af velli sem og þjálfarinn. Andrija Raznatovic fékk rautt spjald á 55. mínútu fyrir að slá Jason Daða Svanþórsson í andlitið og Luka Mirkovic fékk svo tvö gul spjöld með skömmu millibili fyrir brot á Jasoni Daða þegar enn voru tuttugu mínútur til leiksloka. Í uppbótartíma fékk svo þjálfarinn Aleksandar Nedovic rautt spjald, rétt eftir að Kristinn Steindórsson hafði komið Blikum yfir. Þá var enn tími fyrir Höskuld Gunnlaugsson til að skora afar mikilvægt mark úr vítaspyrnu sem Oliver Sigurjónsson krækti í. Mörkin, rauðu spjöldin og læti eftir leik í Kópavogi má sjá hér að neðan. Klippa: Mörkin og lætin í leik Breiðabliks og Buducnost Blikar fara því með 2-0 forskot til Svartfjallalands þar sem heimamenn verða án 3.000 stuðningsmanna vegna refsingar UEFA í kjölfar óláta á síðasta heimaleik þeirra. Víkingar unnu einnig 2-0 sigur og það án þess að rauða spjaldið færi nokkru sinni á loft. Gestirnir frá Wales, The New Saints, urðu að sætta sig við að Víkingar fengju tvær vítaspyrnur sem Kristall Máni Ingason skoraði úr. Kristall viðurkenndi sjálfur eftir leik að seinni vítaspyrnudómurinn hefði kannski ekki verið sérlega verðskuldaður en vítin má sjá hér að neðan. Klippa: Vítin og mörkin hjá Víkingi gegn TNS Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Víkingur Reykjavík Fótbolti Tengdar fréttir Lögregla brást við látunum í Kópavogi en Blikar halda óhræddir út Fulltrúi UEFA var jákvæður eftir leik varðandi öryggisgæslu Breiðabliks á hitaleiknum við svartfellska liðið Buducnost í gærkvöld. Lögregla fylgdist með stuðningsmönnum gestanna og kom inn á völlinn þegar læti urðu í leikslok. 22. júlí 2022 09:16 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Sjá meira
Breiðablik vann Buducnost frá Svartfjallalandi og eins og fram hefur komið var framkoma gestanna ekki til fyrirmyndar. Þeir voru líka ósáttir við dómgæsluna í leiknum en tveir leikmenn Buducnost voru reknir af velli sem og þjálfarinn. Andrija Raznatovic fékk rautt spjald á 55. mínútu fyrir að slá Jason Daða Svanþórsson í andlitið og Luka Mirkovic fékk svo tvö gul spjöld með skömmu millibili fyrir brot á Jasoni Daða þegar enn voru tuttugu mínútur til leiksloka. Í uppbótartíma fékk svo þjálfarinn Aleksandar Nedovic rautt spjald, rétt eftir að Kristinn Steindórsson hafði komið Blikum yfir. Þá var enn tími fyrir Höskuld Gunnlaugsson til að skora afar mikilvægt mark úr vítaspyrnu sem Oliver Sigurjónsson krækti í. Mörkin, rauðu spjöldin og læti eftir leik í Kópavogi má sjá hér að neðan. Klippa: Mörkin og lætin í leik Breiðabliks og Buducnost Blikar fara því með 2-0 forskot til Svartfjallalands þar sem heimamenn verða án 3.000 stuðningsmanna vegna refsingar UEFA í kjölfar óláta á síðasta heimaleik þeirra. Víkingar unnu einnig 2-0 sigur og það án þess að rauða spjaldið færi nokkru sinni á loft. Gestirnir frá Wales, The New Saints, urðu að sætta sig við að Víkingar fengju tvær vítaspyrnur sem Kristall Máni Ingason skoraði úr. Kristall viðurkenndi sjálfur eftir leik að seinni vítaspyrnudómurinn hefði kannski ekki verið sérlega verðskuldaður en vítin má sjá hér að neðan. Klippa: Vítin og mörkin hjá Víkingi gegn TNS
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Víkingur Reykjavík Fótbolti Tengdar fréttir Lögregla brást við látunum í Kópavogi en Blikar halda óhræddir út Fulltrúi UEFA var jákvæður eftir leik varðandi öryggisgæslu Breiðabliks á hitaleiknum við svartfellska liðið Buducnost í gærkvöld. Lögregla fylgdist með stuðningsmönnum gestanna og kom inn á völlinn þegar læti urðu í leikslok. 22. júlí 2022 09:16 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Sjá meira
Lögregla brást við látunum í Kópavogi en Blikar halda óhræddir út Fulltrúi UEFA var jákvæður eftir leik varðandi öryggisgæslu Breiðabliks á hitaleiknum við svartfellska liðið Buducnost í gærkvöld. Lögregla fylgdist með stuðningsmönnum gestanna og kom inn á völlinn þegar læti urðu í leikslok. 22. júlí 2022 09:16